21.9.2009 | 08:49
Neyðarréttarsamningar, skiptiskylda o.fl.
Ástand fjármála hefur verið afar alvarlegt og við höfum öll fengið að finna það á eigin skinni. Það er samt gott að heyra greiningu á stöðu krónunnar sem er sett fram á jafn skýran hátt. Enn betra er að heyra menn eins og Baldur benda á leið sem snýst um að ráðast að rótum vandans.
Hugmyndin um neyðarréttarsamninga, sem hægt væri að hefja á grundvelli EES og vegna umsóknar okkar í ESB, er sennilega afar nauðsynlegt fyrsta skref í átt til leiðréttingar á gengi krónunnar. Það myndi nánast sjálfkrafa leiða til lækkunar á skuldastöðu einstaklinga, fyrirtækja og ríkissjóðs. Það myndi einnig leiða til lækkunar á verðlagi allrar vöru og þjónustu sem rokið hefur upp úr öllu valdi í landinu okkar. Ég tel líka að það auki líkur okkar á að ná slíkum neyðarréttarsamningum að gengið hefur verið fram af mikilli einurð í niðurskurði og hagræðingu í ríkisfjármálum, leitast hefur verið við að semja um innistæðutryggingar hjá nágrannaþjóðum okkar og rannsóknir eru hafnar á svikum í viðskiptum.
Skiptiskylda á gjaldeyri myndi örugglega hafa mikil og góð áhrif á gengi krónunnar enda gæti það haft það mun meiri áhrif á krónuna heldur en bara það að skylda útflutningsaðila til að flytja gjaldeyri hingað heim. Það hefur verið talað um að unnið sé að lagfæringum á lögum um gjaldeyrishöftin og það er eins og mig minnir að talað hafi verið um þessa leið nú þegar. Það er bráðnauðsynlegt að þróa nú þegar lög og reglur um gjaldeyrisviðskipti þar sem fyrstu aðgerðir frá því í fyrra fara að hætta að bíta. Ef ekki verður unnið frekar í þessum málum fara þær neyðarráðstafanir sennilega að vinna gegn nauðsynlegum bata á gengi krónunnar.
Það er uppbyggjandi að heyra hvernig Baldur metur endurreisnarstarfið enn sem komið er. Og það er ágætt að heyra að hann vill einmitt byggja á því sem þegar hefur verið gert.
![]() |
Erlendar skuldir 30% of háar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
-
ragnargeir
-
baldurkr
-
orri
-
baenamaer
-
peyji
-
kristleifur
-
vonin
-
kjartanvido
-
jonvalurjensson
-
kitta
-
daystar
-
theld
-
alit
-
zeriaph
-
sigthora
-
arnisvanur
-
kex
-
eyjapeyji
-
lundi
-
bajo
-
gauisidda
-
gudni-is
-
enoch
-
icejedi
-
nkosi
-
gattin
-
einarhardarson
-
fhg
-
gebbo
-
helgigunnars
-
kht
-
credo
-
krist
-
kristinm
-
trumal
-
solvi70
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
-
tbs
-
thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.