Allt að 17% niðurskurður

Þetta er mikill niðurskurður. Sóknargjöld eru skert um á bilinu 10 - 15% miðað við fjárlög 2010, fjárlagaliðurinn Þjóðkirkjan/biskup Íslands er skertur um ríflega 10% með samningi um þessar 160 milljónir og kristnisjóður er skertur um 10%. Aðrir sjóðir skerðast meira. Samtals verða þetta ríflega 400 milljóna niðurskurður.

Hér er verið að ræða skerðingu sem kemur ofan á skerðingu þessara liða allra á árinu 2009, en samtals hefur það verið skerðing uppá ríflega 17% á sóknargjöld og aðra liði.

Sóknargjöldin eru ekki framlög því þar er ríkissjóður innheimtuaðili fyrir þessi meðlimagjöld þeirra sem eru í þjóðkirkjunni eins og er gert gagnvart öllum öðrum í öllum trúfélögum í landinu.

Það er engin hætta á öðru en kirkjan, sem þekkir þrengingar fólks í fjármálakreppunni, hafi vilja til að taka á sig skerðingu á við alla aðra í þjóðfélaginu. Það er líka skilningur á því að skerðing verði minni í velferðakerfinu og heilbrigðisþjónustu. Hún hvetur líka til þess að ekki verði skerðing á lífeyri öryrkja og eldri borgara og ég mótmæli skerðingu á grunnlífeyri eldri borgara, því margir þeirra búa við óöryggi vegna eignarýrnunar og tapaðra varasjóða.


mbl.is Þjóðkirkjan þarf að skera niður um 161 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það er merkilegt að enginn af hinum „bloggurunum“ sem blogga við þessa frétt sjá sér fært um að gera athugasemdir við færsluna þína enda segir hún það sem er satt og rétt! :)

Baráttukveðjur!

Magnús V. Skúlason, 9.11.2009 kl. 11:58

2 identicon

Skiljanlegt að 3-4% niðurskurður sé lesinn úr svona snubbóttri grein. En ég get nú ekki sagt ég gráti þennan pening með þjóðkirkjan missir :P

Davíð (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband