Margskráðir eftir prófkjörin

Það væri gaman að sjá hversu marga Íslendinga er að finna í fleiri en einu flokksfélagi. Það eru örugglega margir ennþá í tveimur stjórnmálaflokkum eða jafnvel fleiri flokkum eftir prófkjörin. Miðað við þáttökuna í prófkjöri flokkanna í vetur, þar sem félagsaðild var sett sem þátttökuskilyrði í prófkjörinu, gengu margir í flokkana og allmargir í fleiri en einn flokk, án þess að hafa fyrir því að segja sig úr öðrum. Ég á erfitt með að trúa því að 40% kjósenda séu flokksbundnir þótt félagslyndið sé öfgafullt í landinu.
mbl.is 40% kosningabærra Íslendinga í stjórnmálaflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóttir Rafaels og vinur Íslands

Það er gaman að sjá muninn á því hversu vel fjölmiðlar dekka komu leikarans til Ísraels annars vegar og til Íslands hins vegar. Bar Rafaeli (dóttir Rafaels) hlýtur líka að vera í metum hjá löndum sínum. En það er merkilegt að sjá af þessari frétt hvað það ræður miklu um fréttaflutning yfirleitt í hversu mikla nálægð fjölmiðlafólkið kemst við atburðinn. Er það ekki alltaf það sem ræður mestu um það hversu mikið eða lítið fjölmiðlar fjalla um atburð og þá um leið hversu fréttnæmur atburðurinn er talinn. Yfirleitt engar fréttir af atvikum á afviknum stöðum eins og við jökulsárlónið. Og engar þyrlur til að flytja íslenska fréttamenn eitt eða neitt. En hann var svosem ekki heldur í tygjum við íslensku fjallkonuna.
mbl.is Fjölmiðlafár í Ísrael vegna heimsóknar Leonardos DiCaprios
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einingarviðleitni kristinna manna

Ótrúlegt hvað umræðan um sameiningu eða ekki sameiningu kirkjudeildanna náði hátt án þess að hægt væri að sjá raunverulegt tilefni. Neistinn sem kveikti þessa umræðu hefur trúlega verið yfirlýsing um að enska biskupakirkjan og rómverska kaþólska kirkjan væru að undirrita yfirlýsingu um sameiginlegan skilning á nokkrum kenningarlegum efnum. Í mínum huga var það alveg nógu stór frétt. En svo varð þessi fjöður að hálfgerðri akurhænu þegar farið var að bera það undir presta hér og þar uppi á Íslandi hvort ekki væri kominn þarna hvati að sameiningu rómversku Kristskirkjunnar á Landakoti og Þjóðkirkjunnar á Íslandi. Það er fögur hugsjón að sjá kristna menn sameinast, en það er óskaplega margt sem skýrir það kenningarlega séð, hvers vegna kristnir menn hafa kosið að starfa að framgangi guðsríkissins í mörgum kirkjudeildum. Trú og skipulag er ein af skrifstofudeildum Lútherska heimssambandsins í Genf. Það er ekki undarlegt að skipulagið í einni kirkjudeild ráðist nokkuð af trúarhugmyndum manna um kirkjuna sjálfa, sakramentin og embættið. Það er ekki endilega tákn um sundurlyndi þótt kirkjudeildirnar séu margar. Samfélag kristinna manna hér á landi hefur oftast nær verið gott samfélag og engin alvöru trúarbragðastríð hafa geysað í landinu. Eftir mínu besta viti hefur samkirkjuleg hreyfing náð mestum árangri í starfi eins og því sem trúlega kom þessum umræðum af stað. Þetta felst í því að setja á blað sameiginlegar yfirlýsingar um einstök kenningarleg efni, kirkjuleg fræði eða aðra guðfræði. Það væri gaman ef við gætum náð upp fræðandi umræðu á því plani svo það skilaði einhverju fyrir samfélagið okkar, bæði í kirkjunni og í þjóðfélaginu. Í sjálfu sér er það hið mesta og kristilegasta sameiningarafl sem hægt er að hugsa sér.


Margir minnast sr. Péturs

Það ber vott um virðingu og stöðu sr. Péturs Þórarinssonar í Laufási hversu margir komu að fylgdinni á Akureyri og að Laufási. Ég votta Ingu og ástvinum öllum dýpstu samúð við fráfall hins mæta þingeyska kennimanns. Blessuð sé minning hans. Hér eftir göngum við fram í bljúgri bæn og þökk til þín, kæri vinur og bróðir.


Fyrsta blógið er ávarp

Sá sem vel liggur á, er sífellt í veislu. Göngum því fram í ljósi Guðs og þjónum honum með gleði!


« Fyrri síða

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband