Færsluflokkur: Tónlist
20.7.2008 | 21:34
Takk fyrir Skálholtshátíð 2008 - Þorláksmessu á sumar
Það væsti ekki um okkur í Skálholti og margir lögðu leið sína til hins forna höfuðstaðar kristni og kirkju í stiftinu. Pílagrímagangan frá Þingvöllum til kirkjunnar var tákn hreyfingarinnar og leitar að innri krafti, ef ekki tæming hugans og streitu til að hleypa hinu andlega að í sálinni. Það sama hendir þá er koma á seinna hundraðinu og tveimur hjólum fyrir horn inn á hlaðið og eru allt í einu leiddir í mestu rósemd inn á víðar lendur fegurstu lista, fræðslu, söngs og tilbeiðslu. Ég skrifa þessi fáu orð til að þakka sérstaklega þeim er að dagskránni stóðu, sr. Sigurði vígslubiskupi, Sumartónleikunum og rektor og starfsfólki staðarins.
Að öðrum flytjendum ólöstuðum stóð Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, uppúr, sérstaklega vegna samspils hans í fyrirlestri um tónverkin og svo hljóðfæraleik þeirra Guðrúnar Óskarsdottur á tónleikunum, en ótrúleg túlkun hans á Ferneyhough í þessu sambandi. Voces Thules voru flottir og þá ekki síst Upphaf Völuspár Eggerts Pálssonar. Samhljómur hinna fornu tíða var þráður í gegnum hátíðarmessu og tónleika, en þar þakka ég líka Pax og Steingrími Þórhallssyni organista og stjórnanda. Ekki klikkaði Hörður Torfa sem fékk mig til að hlusta af meiri athygli á texta ljóða sinna en nokkru sinni áður, af því að þeir áttu að vera trúarlegir.
Já, hafið þökk, allir þátttakendur, leikir og lærðir vinir og collegar fyrir nærveru og lífsfyllingu og líka þessa klassísku elskusemi sem aldrei er fegurri en þegar ást Guðs birtist í hátíðleika kirkjulegrar menningar. Erum við ekki sannarlega í skuld við Guð og menn fyrir stað eins og Skálholt þar sem helgin ein ríkir?
Og sérstakar þakkir fyrir innihaldsríka prédikun sr. Sigurðar og þeirrar hugvekju sem fékk okkur til pælinga um samtíðina og snertingar við minni sögunnar, um kænsku og trúmennsku, en heiðarleika gagnvart farsæld þjóðarinnar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2008 | 23:21
Plötuspilarinn í kjallaranum
Þá held ég að nýja árið fari á fljúgandi skrið. Við hjónin fundum okkur til dundurs að hreinsa heldur betur til í geymslunni á prestsetrinu góða að Hólagötunni. Fötin flokkuð til gjafa í Rauðakrossinn og sumt var tekið til brúks og annað til skemmtunar (netabolurinn!). En toppurinn á þessari tiltekt var að finna aftur Lenco plötuspilarann sem líklega er orðinn meira en hálf fertugur. Ég setti hann í samband við útvarpið sem við vorum líka búin að skutla í geymsluna og viti menn. Með nýrri kló fór hann að snúast. Við grófum í ákafa eftir plötusafninu hennar Guðrúnar Helgu. The Wall og allt. Og nú er allt að verða klárt fyrir heilög vé og verustað nostalgíunnar á þessu heimili. Karlinn tók sig til og málaði og fyrstu gestum var boðið í Brunninn, því geymslan er í gamla brunninum á þessu merka húsi Sigga Þórðar, Sigga á sjóskónum. Þykkir steyptir veggir - betra en hvaða hljóðver!
Nú er næsta mál að safna að sér góðum LP plötum undir Pickering XV-15 eðalnálina. Hljóðið er algjörlega einstakt og einhvern veginn nær því að vera lifandi tónlist en CD. Ég fer strax að sjá eftir mínum Thorens úrvalsspilara sem ég átti fyrir nærri því þremur áratugum sjálfur, en það var úrvalsgripur.
Merkast var þó að komast að því að sautján og átján ára peyjar höfðu ekki fyrr séð plötuspilara "sem virkar". Mikið var þetta tækniundur merkilegt sem þeir sáu þarna í fyrsta sinn. "Hvernig skiptir maður á næsta lag?" spurði einn vinur sona minna og "hvernig virkar þessi "nál"?"
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2007 | 15:08
Sumrinu heilsað með kaffihúsamessu í Grafarvogskirkju
Það stendur heldur betur mikið til hjá Kaffihúsakór Landakirkju sumardaginn fyrsta. Nú kemur þessi kór, sem hefur verið að æfa og syngja gospel og trúarlega söngva í vetur undir stjórn Óskars Sigurðssonar, og syngur heila kaffihúsamessu í Grafarvogskirkju í Reykjavík.
Margir koma að messunni
Messan verður niðri í safnaðarheimili Grafarvogskirkju kl. 16.00 þann 19. apríl. Söngurinn verður örugglega góður og enginn svikinn af því. Við prestarnir í Landakirkju og prestar Grafarvogskirkju komum til með að leiða stundina með prédikun orðsins, bæn og blessun. Æskulýðsfulltrúar og fleiri koma að lestri og skipulagi og hægt verður að fá sér kaffi og kleinur á vægu verði, en aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
Hugmyndin að kaffihúsakór
Hugmyndin að kaffihúsakór fæddist í Landakirkju fyrir nokkrum árum þegar tónlistarfólk undir forystu Ósvaldar Freys Guðjónssonar og prestar kirkjunnar vildu freista þess að brjóta upp hnakkasamfélagið. Það gerum við með því að skapa notalega stemningu við guðsþjónustu í safnaðarsal kirkjunnar. Við sköpum umgjörð kaffihúss með því að fólkið situr við borð og kertaljós, slakar á og fær sér kaffi og með því á meðan stundin líður við söng og lifandi Orð Guðs. Prédikun prestanna hefur oftar en ekki verið samtalsprédikun eða samtal prestsins við söfnuðinn.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
Erlent
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi