8.5.2007 | 08:57
Trúin fyrir fólkið, vegurinn fyrir bíla
Það er einhvern veginn ekki nóg að segja að trúin sé fyrir fólkið. Fólkið er varla eins og neytendur sem velja og hafna úr trúnni. "Fá svona mikið af Kristi og svolítið af Búdda, en bara örlitla ögn af Taó." Er ekki trúin fyrir fólk eins og vegur fyrir bíla. Sagði ekki Jesú að hann væri vegurinn, sannleikurinn og lífið? Ekki getum við ekið þversum eða öfugt á vegum landsins. Það hlýtur að vera okkur öllum til heilla að hafa þarna ákveðnar umferðarreglur og þótt þær setji okkur nokkuð miklar skorður á köflum og þótt þær heimili ekki öllum allt er vegurinn samt fyrir fólkið.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leið trúarinnar er ferð án farartækja.
Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 09:06
Ef þú vilt vegasamlíkingu:
Þú ert á leiðinni eftir þjóðveginum, en sérð að vegurinn greinist í margar áttir - og alls staðar eru vegaskilti sem segjast liggja til áfangastaðarins. Vandamálið er að vegirnir liggja í mismunandi áttir og þeir geta ekki endað á sama stað. Margir eru að villast eftir vegunum og enda ævina í einhverju fúafeni.
Púkinn hlær bara að þessu, sest upp í þyrlu og flýgur yfir vegaflækjuna.
Púkinn, 8.5.2007 kl. 10:17
En víða má sjá þessa tilhneigingu til skyndibitahegðunar gagnvart trú eins og þú segir: ,,svona mikið af Kristi og svolítið af Búdda..." Tökum bara lagaval jafnvel við útför á Íslandi sem dæmi þar sem innihald í sumum textum er meira í stíl við nýöldina en kristni.
Pétur Björgvin, 9.5.2007 kl. 09:48
"Fólkið er varla eins og neytendur sem velja og hafna úr trúnni. "
Og gildir þetta ekki um þig? Ertu til dæmis sammála Jesú í því að vera á móti giftingum óhreinna meyja? Eða hafnarðu því bara?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.5.2007 kl. 01:04
Sammála þér Kristján, mér finnst það kanski verst þegar að "blindir" ætla að taka að sér fararstjórnina eins og vantrúarliðið er alltaf að reyna. Friðrik "púki" Skúlason þetta púkaforrit þitt virkar ekki nógu vel í athugasemdunum á þessari síðu, hef rekið mig á þetta á nokkrum öðrum síðum.
Guðrún Sæmundsdóttir, 13.5.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.