Spennan að aukast. Hvað verður daginn eftir kvöldið áður?

Það er alveg ljóst að spennan er að aukast töluvert á lokaspretti kosningabaráttunnar. Daginn eftir kosningar verður spennandi að sjá hvert menn halda til að slaka á eða þakka fyrir sig. Nýkjörinn forseti Frakklands valdi slökun á lystisnekkju auðkýfings á Miðjarðarhafinu og hlaut bágt fyrir. Þannig gerði hann sennilega lítið úr fyrri yfirlýsingum sínum um að hann ætlaði sér að verða forseti allra Frakka. Hann valdi samneyti við þá sem mest mega sín fjárhagslega og gerði lítið úr eyri ekkjunnar.  

Nú bíð ég spenntur að sjá hvort nokkrir frambjóðenda til Alþingis koma til að þakka Guði fyrir gengi sitt og val þjóðarinnar. Ég skil það ósköp vel að þeir muni kjósa að hvíla sig heima eftir lokasprettinn og vöku kosninganæturinnar. En í trausti þess að hinir nýju þingmenn verði komnir á fætur snemma með uppbrettar ermar að hefja kjörtímabil sitt strax að morgni hins fyrsta dags er ætlunin að biðja fyrir hinum nýkjörnu alþingismönnum í messunni á sunnudag, en hún hefst kl. 11 árdegis í Landakirkju. Það verður margt annað að gerast líka. Við óskum mæðrunum til hamingju með sunnudaginn og í Landakirkju verður líka skírn og kirkjudagur systranna í Oddfellowstúkunni Vilborgu. Aðalefnið er þó sem fyrr að lofa Guð fyrir lífið og vorið og ljósið í þessu lífi. Vonandi koma sem flestir að njóta þess að koma fram fyrir Guð sinn í Landakirkju - hvað sem líður tilefni eða ástæðu kirkjugöngunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er verðugt bænaefni að verðandi ríkisstjórn og allt alþingi njóti leiðsagnar almáttugs Guðs, þá mun íslenska þjóðin njóta mikillrar blessunar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 39737

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband