16.5.2007 | 14:48
Dramatísk hefnd á dómsmálaráðherra
Það er umhugsunarvert að sakborningur í dómsmáli geti yfirhöfuð komið fram hefndum á dómsmálaráðherra með þessum hætti. Einum of augljós tengsl eru á milli Baugsmálsins þar sem fjölskylda Jóhannesar í Bónus hefur sætt ásökunum ákæruvaldsins og auglýsingarinnar þar sem hann hvetur til útstrikana á nafni dómsmálaráðherra í nafni fjölskyldunnar. Óttalega er þetta lágkúrulegt og hættulegt fyrir lýðræðislega kjörna leiðtoga okkar sem gegna æðstu embættum þjóðfélagsins. Það liggur við að hér hafi verið um að ræða hættulega aðför að hinu þrískipta æðsta valdi lýðveldisins.
Ég hef svosem líka verið að velta því fyrir mér í öllu þessu Baugsmáli, hvort yfirhöfuð sé hægt að sækja mjög efnað fólk til saka í okkar litla samfélagi. Þótt ég líki ekki saman ákærumálunum eða meintum sakarefnum, kom þessi umræða upp á yfirborðið í Bandaríkjunum í tengslum við réttarhöldin yfir Michael Jackson og fleiri vellauðuga á þeirra mælikvarða séð.
Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:41 | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert að taka annan pól í hæðina. Ég var ekki að tala um dómskerfið okkar almennt eða hvort það væri hæft eða vanhæft. Það er ömurlegt ef jafn alvarlegu máli og nauðgunarmáli er klúðrað í meðförum ákæruvaldsins. En í hinu sem ég vakti máls á, er ég aðeins að fjalla um það hvort við höfum ef til vill séð vísbendingu um þá stöðu sem menn hafa staðið frammi fyrir í Bandaríkjunum og víðar, að það sé hreinlega ekki hægt að lögsækja auðmenn. Það er áhyggjuefnið sem ég tengdi fréttinni. Við erum væntanlega á sömu skoðun eftir sem áður að réttlætið á að ríkja. Ég er ekki sokkinn í neitt sérstakt en stend ævinlega eins föstum fótum og ég get hvað varðar réttlætiskenndina. Og hún verður aldrei keypt með peningum eða bæld niður í krafti auðsins.
Kristján Björnsson, 16.5.2007 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.