20.7.2008 | 21:34
Takk fyrir Skálholtshátíð 2008 - Þorláksmessu á sumar
Það væsti ekki um okkur í Skálholti og margir lögðu leið sína til hins forna höfuðstaðar kristni og kirkju í stiftinu. Pílagrímagangan frá Þingvöllum til kirkjunnar var tákn hreyfingarinnar og leitar að innri krafti, ef ekki tæming hugans og streitu til að hleypa hinu andlega að í sálinni. Það sama hendir þá er koma á seinna hundraðinu og tveimur hjólum fyrir horn inn á hlaðið og eru allt í einu leiddir í mestu rósemd inn á víðar lendur fegurstu lista, fræðslu, söngs og tilbeiðslu. Ég skrifa þessi fáu orð til að þakka sérstaklega þeim er að dagskránni stóðu, sr. Sigurði vígslubiskupi, Sumartónleikunum og rektor og starfsfólki staðarins.
Að öðrum flytjendum ólöstuðum stóð Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, uppúr, sérstaklega vegna samspils hans í fyrirlestri um tónverkin og svo hljóðfæraleik þeirra Guðrúnar Óskarsdottur á tónleikunum, en ótrúleg túlkun hans á Ferneyhough í þessu sambandi. Voces Thules voru flottir og þá ekki síst Upphaf Völuspár Eggerts Pálssonar. Samhljómur hinna fornu tíða var þráður í gegnum hátíðarmessu og tónleika, en þar þakka ég líka Pax og Steingrími Þórhallssyni organista og stjórnanda. Ekki klikkaði Hörður Torfa sem fékk mig til að hlusta af meiri athygli á texta ljóða sinna en nokkru sinni áður, af því að þeir áttu að vera trúarlegir.
Já, hafið þökk, allir þátttakendur, leikir og lærðir vinir og collegar fyrir nærveru og lífsfyllingu og líka þessa klassísku elskusemi sem aldrei er fegurri en þegar ást Guðs birtist í hátíðleika kirkjulegrar menningar. Erum við ekki sannarlega í skuld við Guð og menn fyrir stað eins og Skálholt þar sem helgin ein ríkir?
Og sérstakar þakkir fyrir innihaldsríka prédikun sr. Sigurðar og þeirrar hugvekju sem fékk okkur til pælinga um samtíðina og snertingar við minni sögunnar, um kænsku og trúmennsku, en heiðarleika gagnvart farsæld þjóðarinnar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Tónlist, Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.