6.10.2008 | 22:08
Þetta er auðvitað líka alveg rétt, en ...
Hér er frétt úr vísi.is sem var undir fyrirsögninni: Páfinn gagnrýnir fjármálahrunið. Ætli það sé ekki réttara að segja sem svo að hans heilagleiki gagnrýni það á hverju fólkið hafi grundvallað lífsgildi sín. Ég þekki nokkuð marga sem lifa grandvarlega í Guði en hafa líka tekið þátt í viðskiptum og verið virk í fjármálaheiminum. Hvað með hinn trúa og dygga þjón sem ávaxtaði fé húsbónda síns vel?
"Benedikt páfi sextándi segir að fjármálakreppan í heiminum sé til marks um hve eftirsóknin eftir peningum og veraldlegum frama sé lítils virði . Páfi sagði í dag að peningahrunið og gjaldþrot bankanna sýndi að fólk ætti ekki að byggja líf sitt á peningum heldur ætti grundvöllurinn að vera guðs orð. Páfi sagði í ávarpi á fundi biskupa í Vatíkaninu að þeir sem sæktust eftir frama og peningum byggðu hús sín á sandi."
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Kristján
Í pistlinum þínum stendur eftirfarandi,,,,,,Páfi sagði í dag að peningahrunið og gjaldþrot bankanna sýndi að fólk ætti ekki að byggja líf sitt á peningum heldur ætti grundvöllurinn að vera guðs orð. !!!!!ekki að byggja líf sitt á peningum ? hugsa sér að fólk taki mark á þessum orðum páfans, sérstaklega ef þessi mynd er látin fylgja með þessari frétt.
Það mætti segja mér að fyrir andvirði höfuðfatsins sem hann er með, og stólsins sem hann situr í, mætti framfleyta heilum ættflokki í Afríku þónokkur misseri.
Þetta er hálf öfugsnúið
Kveðja
Birgirsm, 7.10.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.