Og hver hefur eftirlit með FME?

Guð láti gott á vita, en ég fer strax að sakna réttra eigenda Landsbankans, Björgólfs vinar míns og manngæsku hans.

Nú spyr ég hver hefur eftirlit með eftirlitsstofnuninni? Verðum við ekki að flýta okkur aðeins hægar í þessum efnum svo þetta verði ekki eftirlitslaust klúður?

Svo sýnist mér það vera "ömurlega íslenskt" að ætla að taka erlendu íbúðalánin yfir til Íbúðalánasjóðs á genginu sem þau voru tekin á. Það fólk er búið að græða á hagstæðum gengismun þangað til í fyrra, en hækkun þessara lána síðasta hálfa annað árið hefur m.a. haft mikil áhrif á vísitöluna sem hækkar lánin okkar hinna sem eiga þau í krónum. Ef íslensku íbúðalánin verða tekin yfir líka hlýtur lánskjaravísitalan að vera leiðrétt á þeim.


mbl.is FME stýrir Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Þarna er ég alger lega sammála þér. Ekki að ég hafi neitt á móti því að fólki sé hjálpað en það verður að gæta þess að jafnt gangi yfir alla...

Verðtryggð lán hljóta þá að detta niður á þá vísitölu sem þau voru tekin á...eða það skyldi maður ætla. Það er ekki hægt að þurrka út áhættuþátt hjá einum hópi lántakenda en skilja alla hina eftir í súpunni, við erum jú öll í sömu súpunni.

ÖSSI, 7.10.2008 kl. 09:47

2 identicon

Össi, við erum öll í sömu súpunni. Sumir eru samt Gulrætur á meðan aðrir eru Rófur og enn aðrir Feitir Kjötbitar!

oli (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:04

3 identicon

Alveg sammála þessu.

En til að einfalda málið held ég að það verði farinn einhver millivegur í þessu. Fólk sem tók lán þegar evran var 75kr getur ekki ætlast til að mið verði tekið af því. Það verður einmitt tekið mið af heldarpakkanum (okkur sem erum með verðtryggð lán) og látið jafnt yfir alla ganga. Sennilega verða einhverjir sem sem hreinlega missa eignir sínar en það gerist jú líka í góðæri. Stjórnvöld og stofnanir hljóta að skoða hvert mál fyrir sig rétt eins og þegar fólk sækir um lán og fyrirgreiðlsu.

Þetta kerfi verður allt tekið og stokkað upp - back to basics!

hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:15

4 Smámynd: Mama G

Út frá þessum texta:

Meginhlutverk Ríkisendurskoðunar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga þeirra stofnana og fyrirtækja sem hafa með höndum rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkisins, eru rekin á ábyrgð ríkissjóðs eða ríkissjóður á að hálfu eða meira.

Myndi ég halda að Ríkisendurskoðun hefði eftirlit með FME.

Mama G, 7.10.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband