28.11.2008 | 22:20
Frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum
Kirkjuþing samþykkti frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum í dag. Til hamingju með það. Verði þetta frumvarp að lögum frá Alþingi verða þau lög til að fullkomna þau þáttaskil sem urðu með setningu laganna um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997. Það stóð alltaf til að þau yrðu endurskoðuð eftir tíu ár frá setningu svo hér er á ferðinni tímabær lagasetning. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur verið hvetjandi í þessu máli og leggur vonandi frumvarpið fram sem fyrst. Hann á þakkir skilið fyrir áhuga sinn á kirkjumálum og elju, hjá honum er orðin mikil þekking og skilningur á þjóðkirkjunni.
Hér er gengið mun lengra í átt að rammalöggjöf þótt fyrsta og merkasta skrefið hafi verið tekið fyrir rúmum áratug. Nú er sú kirkjuskipan fest í sessi, sjálfstæði þjóðkirkjunnar er aukið til muna og allar mótsagnir eða agnúar væntanlega horfnir, sem voru í frumrauninni. Hér er í fyrsta sinn farið svo ofan í saumana á stjórnkerfi kirkjunnar að nær öll hugsanleg úrræði, ábyrgð og vald er komið á hendur þjóðkirkjunni og stofnunum hennar hvað varðar málefni kirkjunnar. Það hefur í fyrsta sinn verið hægt núna eftir að samningarnar voru í höfn varðandi prestsetrin og kirkjueignir árið 2007. Hér er gengið lengra í því að skilgreina skiptingu æðsta valdsins í þjóðkirkjunni og ber þar hæst hina kirkjulegu þrískiptingu á hendi kirkjuþings (löggjafarvaldið), kirkjuráðs (framkvæmdavaldið) og biskups (tilsjónarvaldið). Staða sóknarbarna, þjóðkirkjufólks, er skilgreind, hlutverk grunneiningarinnar í sókninni og kirkjustjórn í héraði, gagnkvæmar skyldur ríkis og kirkju, og staða presta, prófasta og djákna, svo eitthvað sé nefnt.
Það hefur verið heiður að fá að vinna að gerð þessa frumvarps undir formennsku Péturs Kr. Hafstein, kirkjuþingsforseta, og með Bryndísi Helgadóttur, lögfæðingi úr kirkjumálaráðuneytinu. Það var hátíðleg stund að finna samstöðuna á kirkjuþingi við afgreiðslu frumvarpsins. Það hefur verið ánægjulegt að fá að vinna að þessu og fylgja því eftir, fara yfir gagnlegar ábendingar úr ýmsum áttum og sjá verkið síðan ganga upp í samstöðu kirkjuþings. Hafi allir þökk fyrir það sem lögðu hönd á plóginn og horfðu til framtíðar í kirkjunni í skugga efnahagslegra þrenginga þjóðarinnar.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.