17.12.2008 | 21:10
Viðbrögð Jóhönnu ráðherra sýna skilning hennar
Það er með hryllingi sem ég horfi upp á vaxandi ólgu og ákafa í framgöngu mótmælenda í Reykjavík. Atgangurinn við ráðherrabústaðinn um daginn var í raun mjög sterk og alvarleg áminning um hugarástand hjá hópi fólks. Ekki veit ég neitt um það hversu vel þessi mótmælaaðferð fellur að hugmyndum þorra landsmanna. Ekki veit ég hvort ég get yfirhöfuð dæmt um það hvort það er í lagi að koma svona fram eða hvort það sé réttlætanlegt að fólk sýni andúð sína í garð ríkisstjórnar með þessum hætti eða ekki.
Það sem situr eftir í huga mér fram á þennan dag, daginn eftir, eru viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Af viðbrögðum ráðherra sem sýnd voru í sjónvarpi, vitnuðu viðbrögð Jóhönnu um einstakan skilning á aðstæðum. Ef ég man þetta rétt: "Þetta er alveg ferlegt ástand og það fer stöðugt versnandi." Henni leið illa yfir þessu ástandi og átti erfitt með að horfa upp á það versna og átökin að harðna með hverjum deginum.
Það er ef til vill ekki lengur sá mikli fjöldi þátttakenda í mótmælaaðgerðunum sem farið hafa fram á Austurvelli og á fundunum í Háskólabíói og víðar. Ástandið er að versna af því að það verður stöðugt meira áberandi hversu margir ganga nú harkalega fram. Líka eins og í Landsbankanum í dag. Það er engu líkara en sá hópur stækki sem líður þannig að það sé engu að tapa. Það er hrikalegt ástand ef stöðugt fleiri Íslendingum líður þannig eða finnst þeir vera komnir í þvílíkt þrot. Í því er mikið niðurbrot þegar þjóðin þarf á því að halda að sjá ljósa von, standa saman og hefja sig upp úr erfiðu efnahagsástandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.