Undirstrikar vanmátt fjórða valdsins - gagnrýnin reynist sönn

Það er eiginlega of freistandi að hnjóða í Reyni, mann sem hefur ekki sýnt mikla vægð í sínum blaðamannsferli. Maður fer að velta fyrir sér ýmsu í hans blaðamennsku, smyglinu og fleiru. Það ætla ég því ekki að gera enda gæti einhver farið að halda að hann hafi e.t.v. einhvern tíma þjarmað að mér. Eftir minni bestu vitund er það nú ekki þótt hann hafi tvisvar eða þrisvar skrifað upp nafnið mitt í tengslum við fréttir af öðru fólki.

Hins vegar verður ekki framhjá því horft að fjórða valdið í samfélaginu býður mikinn hnekki ef Reynir Traustason situr áfram sem ritstjóri. Fjölmiðlar hafa sannarlega fengið að heyra það undanfarnar vikur að þeir hafi brugðist hlutverki sínu - einmitt vegna eignahalds og hagsmunatengsla við ráðandi menn í fjármálaheiminum.

Slæmt að þessi gagnrýni á fjölmiðla reynist sönn. Það er líklega stærsta fréttin í þessu. Með hvaða broddi ætla ærlegir blaðamenn að stinga á úldin kýli í fjármálaheiminum eða t.d. hjá stjórnvöldum eftir þetta?


mbl.is Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband