19.12.2008 | 08:56
Svarið er nei, það væri mjög vitlaust
Þetta er mjög vitlaus hugmynd hjá Katrínu þótt alltaf sé gott að spyrja. Við veljum æði margt fyrir börnin okkar og við tökum ákvarðanir um velferð barna okkar í ótrúlega mörgum efnum. Það er af því að við erum ábyrgir forjáraðilar. Við höfum forsjá og erum foreldrar. Þess vegna eigum við að hafa það fyrir algjöra reglu að stýra þeim á heillabraut, verja þau gegn öllu illu og ala þau upp í kærleika og öruggri vissu og von. Við gefum þeim ekki stein ef þau biðja um brauð. Svo vond erum við ekki.
Ég á ekki von á öðru en kirkjumálaráðherra svari þessu skynsamlega enda traustur maður á þessum ráðherrastóli.
Þessi stöðuskráning nýfæddra barna styðst við ágæta reglu sem miðar við trúfélag móður. Það gefur barninu vernd gegn ágengum markaðsaðferðum sumra lífsskoðunarhópa, einsog til dæmis trúleysingjum. Það ætti eiginlega að veita börnum vernd allt til 18 ára aldurs, en eins og flestir vita geta börn tekið afstöðu til trúfélgasaðildar með skráningu við 16 ára aldur.
Vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu, eftir að sameiginlegt forræði varð til, mætti vel skoða hvort skilgreina þurfi þetta verklag frekar út frá því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili eða kanna hvort hjón eða foreldrar með sameiginlegt forræði geti tekið ákvörðun um trúfélagsaðild ef trú eða lífsskoðun er ólík hjá þeim og þau ala barnið upp saman.
Að skilja barnið eftir án uppeldis í trú eða sið er vont og það hefur ekki verið sýnt fram á að það geti skilað því nokkrum verðmætum í uppeldislegum efnum. Og ég held að allir heilbrigt hugsandi menn sjái vel muninn á slíku uppeldi og því sem allir óttast: innrætingu vondra siða.
Svo minni ég bara á þrengstu félagsfræðilegu skilgreiningu á orðinu fjölskylda: Það er móðir og barn í þann mund sem barnið er að fæðast. Það er líklega þessi frumlægi náttúrulegi skilningur sem ræður því að trúfélag móður ræður þessu.
Hver stýrir trúnni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, auðvitað er það arfavitlaust að forsjáraðilar ráði þessu saman. Ríkið á að stjórna trúfélagaskráningu barna og sjá um hana sjálfkrafa við fæðingu. Feður eiga engan rétt í þessu.
Guðjón (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 09:08
Áttu við þessa ágengu trúleysingja sem boða trúleysi sitt í leik- og grunnskólum? Ah, nei. Það er kristna fólkið sem er í þeim bransa, ekki trúleysingjarnir.
Málið snýst um jafnrétti klerkur. Ég veit að jafnrétti og umburðarlyndi eru afar ókristileg hugtök en þú mættir samt lesa þér til um þau. Þau eru nefnilega frekark vinsæl þessa dagana og ég vona að vinsældir þeirra muni ekki dvína.
Matthías Ásgeirsson, 19.12.2008 kl. 09:13
Það er löngu úrelt uppeldisaðferð að við eigum ekki að halda neinu að börnunum. Það á einmitt ekkert skylt við jafnrétti. Umhyggja hefur hins vegar ekki fallið úr gildi og það veit ég barni mínu best að kenna því að biðja og þroskast í trú sinni. Í þessari umhyggju lærir barnið að vaxa og dafna í kærleika, trú, umburðarlyndi og öryggi.
Ef þú lest pistilinn minn af stöku umburðarlyndi sérðu að ég tala einmitt um fjorsjáraðilana og þær breyttu aðstæður sem komu til af sameiginlegu forræði, en líka um að taka tillit til þess hvar barnið á lögheimili eða er alið upp.
Nei, feður eiga engann rétt. Ekki heldur móðir. Allur réttur varðandi börn er réttur barnsins. Um það hverfast barnalög. Þú átt heldur engann rétt í sambandi við lífsskoðun annarra manna. Mér heyrist þetta virka framandi fyrir þig en þannig er nú réttlætið orðið í þessum heimi, sem betur fer.
Kristján Björnsson, 19.12.2008 kl. 09:32
Segðu mér aftur hvernig trúleysingjar eru ágengir gagnvart börnum. Þú virðist hafa sleppt því úr svari þínu.
Hver er að tala um slíkt? Hvað hefur trúfélagsskráning með uppeldi að gera? Nei klerkur, ekki snúa út úr.
Það eru einfaldlega engin góð rök fyrir því að skrá barn í trúfélag við fæðingu, eða eins og jafnréttisstofa orðar það:
Ég er reyndar ekki alveg sammála jafnréttisstofu, því ég tel ljóst að ríkiskirkjan hefur gríðarlega hagsmuni af því að barn sé sjálfkrafa skráð í trúfélag við fæðingu. En samfélagið getur ekki snúist í kring um hagsmuni ríkiskirkjunnar. Það hefur viðgengist alltof lengi.
Einnig er ljóst að trúfélagslöggjöf brýtur gegn félagafrelsi og persónuvernd. Finnst þér það skipta einhverju máli.
Sem er einmitt ástæða þess að ég styð fullt skoðana og trúfrelsi. Þess vegna boða ég ekki trúleysi í leik- og grunnskólum. Þess vegna vill ég ekki að börn séu sjálfkrafa skráð í trúleysisfélag við fæðingu.
Hvað er framandi fyrir hvern klerkur?
Matthías Ásgeirsson, 19.12.2008 kl. 09:53
"Nei, feður eiga engann rétt. Ekki heldur móðir. Allur réttur varðandi börn er réttur barnsins"
Mannréttindalöggjöf: Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum takast á hendur að virða frelsi foreldra og, eftir því sem við á, lögráðamanna til þess að tryggja trúarlegt og siðferðislegt uppeldi barna sinna í samræmi við þeirra eigin sannfæringu.
Kannski á þetta ekki við íslenska ríkið, sem veit auðvitað betur en foreldrarnir, a.m.k. betur en feður. Auðvitað kemur trúfélagaskráning uppeldi ekkert við, ekkert.
Guðjón (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:08
Þetta segir á vef þínum um álit Jafnréttisstofu:
Í áliti Jafnréttisstofu frá 1. desember kemur fram að hún telur ákvæði laga um sjálfkrafa skráningu barna við fæðingu í trúfélag móður „tæpast“ í samræmi við jafnréttislögin. Í 2. mgr. 8. gr. laga um skráð trúfélög segir að barn skuli frá fæðingu talið heyra til sama skráða trúfélagi og móðir þess.
Þetta er ekki úrskurður og ekki byggður á lagalegu dómi eða alvöru rökstuðningi. Það er ekki einu sinni ljóst hvað Jafnréttisstofa hefur yfirhöfuð fyrir sér í málinu. Það er heldur ekki sýnt fram á það með neinum óyggjandi eða sannfærandi hætti að trúfélagsaðild brjóti gegn félagafrelsi eða persónuvernd. Hvoru tveggja er afar fráleitt í mínum huga. Að tilheyra sókn er meira en félagsaðild því það er líka landfræðilegt hugtak. Mikill þorri landsmanna hefur kosið að styðja við þetta fyrirkomulag þjóðkirkju. Þjóðkirkjufyrirkomulagið hefur ekki heldur verið talið brjóta í bága við mannréttindi eða jafnréttishugsun, að ég viti. Þvert á móti vísaði fulltrúi mannréttindadómsstólsins því á bug hér uppi á Íslandi fyrir all nokkru að þjóðkirkja að norrænni fyrirmynd geti talist ógn við mannréttindi í því landi.
Ég bið þig þess vegna að vera ekki að flagga röngum flöggum í þessari umræðu til að láta aðra halda að þú sért meira jafnréttis megin en aðrir menn, kæri Matthías.
Kristján Björnsson, 19.12.2008 kl. 10:16
Ertu að segja að þú takir ekkert mark á áliti jafnréttisstofu?
Ertu að segja að börn séu ekki lengur Vestmannaeyingar ef þau eru ekki skráð í kirkju við fæðingu?
Hvernig? Með aðgerðarleysi? Mikill þorri landsmanna var skráður í trúfélag við fæðingu og hefur aldrei hugað að þeirri skráningu eftir það.
Ég ætla að vitna aftur í orð þín því mér sýnist þú forðast að standa við þau:
Væri ekki rétt að beita þessum orðum að ríkiskirkjunni sem er lang ágengasti lífsskoðunarhópur landsins? Væri ekki rétt að forða börnum frá ágangi ríkiskirkjunnar með því að færa trúfélagsskráningu til 16 eða 18 ára aldurs?
Hvað mælir gegn því?
Matthías Ásgeirsson, 19.12.2008 kl. 10:22
Kristján, gætirðu nokkuð útskýrt nánar fyrir mér hvernig skráning í trúfélag móður við fæðingu veiti barninu "vernd gegn ágengum markaðsaðferðum sumra lífsskoðunarhópa"?
Gætirðu líka útskýrt fyrir mér hvernig það að nýfætt barn sé ekki sjálfkrafa skráð í trúfélag móður við fæðingu feli það í sér að það verði skilið eftir "án uppeldis í trú eða sið"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.12.2008 kl. 10:27
Hahahaha!
Veistu, ég er alveg hjartanlega sammála þér, auðvitað ætti „að veita börnum vernd allt til 18 ára aldurs“ frá markaðsaðferðum lífsskoðunarhópa. Það eru einföld mannréttindi!
Ég hélt ekki að ég yrði sammála þér um þetta, en ég er það.
Að vísu er þín skilgreining á þessari vernd sú að koma börnunum í þitt trúfélag hvað sem barnið eða foreldrarnir vilja.
LegoPanda, 19.12.2008 kl. 12:07
"Nei, feður eiga engann rétt. Ekki heldur móðir."
Kristján, þessi orð þín eru lygileg. Þú ert m.ö.o. að segja við foreldra landsins: "Börnin ykkar eiga að trúa á Jesús krist hvort sem ykkur líkar það betur eða verr."
Þú mátt ala þín eigin börn upp í hvaða trú sem þér sýnist, en láttu börn annarra í friði, lagsi!
Sigurjón (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:11
Ég dáist að Matthíasi fyrir að geta verið svona rólegur og rökfastur í svörum sínum hér, því þessi pistill inniheldur svo mikla sleggjudóma að ég á ekki til orð. Það að skrá barn ekki í þjóðkirkjuna jafngildir því að gefa barni stein sem biður um brauð. Það að skrá barn í þjóðkirkjuna er til þess að verja þau gegn öllu illu. Hver eru þessi illu öfl? Trúleysi? Önnur trúarbrögð en eitthvað ákveðið hlutmengi af kristnum trúarbrögðum?
Þessi ótrúlega athugasemd um að trúleysingjar noti ágengar markaðsaðferðir er líka alröng, ég veit ekki til þess að trúlausir hafi nokkurn tíma reynt að ná börnum til fylgilags við sig og eins og Matthías bendir á þá er það skoðun líklega flestra trúlausra að EKKI eigi að predika trú/trúleysi fyrir börnum. Ég get nefnt a.m.k. eitt félag sem predikar trú fyrir börnum og notar til þess markaðsaðferðir (einhverjir myndu telja þær ágengar), ég held að flestir viti hvaða félag ég er að meina.
hogg (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:20
Fólk sér náttúrlega aldrei biasinn sín megin...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.12.2008 kl. 12:21
Klerkurinn að verja launaumslagið sitt ha..
Ekki er hægt að sjá að þau ár sem ríkisguðinn hefur verið við lýði hafi gert íslendingum gott.... þvert á móti er spillingin um allt, þar með talið í kirkjunni.
Sorry... fáðu þér alvöru vinnu og láttu börn í friði... og lestu svo biblíu... þú hefur ekki gert það fyrst þú segir hana og guð hennar mikilvægt
DoctorE (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:16
Af hverju væri það svo svakalega vitlaust? Ég sé fyrir mér að nýjir foreldrar gætu valið milli fjögurra kosta við fæðingu barns síns:
- Trúfélag móður
- Trúfélag föður
- Annað trúfélag
- Utan trúfélaga
Ég sé ekki þörfina á sjálfkrafa skráningu, ég sé heldur ekki af hverju trúfélag móður ætti endilega að vera sjálfvalið frekar en trúfélag föður. Þeir foreldrar sem vilja að börn sín fari strax inn í trúfélög mættu mín vegna eiga kost á því.
Valdís (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:30
Mér finnst allt í lagi að fólk skrái börn sín í það trúfélag sem þau aðhillast en það er fáránlegt að gera það sjálfkrafa. Það væri góð hvatning fyrir kirkjuna að þurfa að vera í sambandi við sóknarbörn sín þó ekki væri nema við skírn til þess að ná þeim í trúfélag sitt. Að óskírt fólk sé í skráð í kristið trúfélag án þess að hafa beðið um það eða að foreldrar hafi beðið um það einungis vegna þess að það hafi ekki skráð sig úr henni er barasta fáránlegt.
Héðinn Björnsson, 19.12.2008 kl. 15:15
Það er bara eðlileg krafa að börn fæðist frjáls, ekki inn í trúfélag, stjórnmálaflokk eða nokkuð slíkt. Barn á að fá að ráða þessu sjálft þegar það hefur þroska til. Það eru greinilega peningasjónarmið sem ráða þessu, því miður. Ég aðhyllist hlutleysi í þessum málum og hlutleysi er að ungbarn skráist ekki sjálfkrafa inn í sérstakt trúfélag.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.12.2008 kl. 15:27
Ég get nú ekki séð að það séu peningasjónarmið sem ráða ferðinni með þessa skráningu. Sóknargjöldin og trúfélagsgjöldin koma ekki til fyrr en við 16 ára aldur. Ég er mjög ákveðið þeirrar skoðunar að trúfélagsaðild eða staða utan trúfélaga eigi að vera skráð alveg frá fæðingu. Það er hjá flestum siðuðum þjóðum enda er lífsskoðunin hluti af sjálfsmynd mannsins. Það ætti til dæmis alltaf að skrá trúfélagsaðild við flutning fólks til Íslands, en ekki að skrá útlendinga alla utan trúfélga þar til annað sannast.
Það er full ástæða að ítreka það sem ég sagði í upphafi að ég tel eðlilegt að það verði skoðað hvort hjón eða það foreldri, sem barnið býr hjá, fái ekki að ákveða trúfélagsaðild, eða þá þau saman ef forræðið er sameiginlegt.
Það örlar hér aðeins á alhæfingu (sem ekki er skrítið í bloggheimi) en börn eru ekki skráð í þjóðkirkjuna sjálfkrafa nema móðirin tilheyri henni. Þau fylgja einfaldlega móður í hvaða trúfélagi sem hún kann að vera skráð. Börnum er því ekki kennt sjálfkrafa að trúa á Jesúm Krist, þótt það sé hlutverk kristinna foreldra að kenna það sem Kristur kenndi, samkvæmt skírnarskipun hans. Það er þessi eðlilega kristniboðsskipun sem er frá honum komin.
Ekkert er heldur til sem heitir ríkisguð eða ríkiskirkja eða ríkisátrúnaður. Það er fólkið sem trúir og hefur þessa skoðun að vera skráð í þjóðkirkjuna upp til hópa eða í annað trúfélag eða utan trúfélaga. Mjög mannlegt.
Við prestarnir erum ekkert að svíkjast um að tala við skírnarfólkið enda er það hin ánægjulegasti þáttur í þjónustunni. Við erum heldur ekkert að svíkjast um að tala við fólk við aðrar aðstæður. Ég hef t.d. alls ekki haft svigrúm til að kíkja hér inn nema af og til í dag af því að ég þjóna í frekar starfsamri sókn og góðu kristnu samfélagi hér í Eyjum. Hér er meira að segja haldið þó nokkuð mikið og vel upp á presta og aðra andans menn.
Um kjararáðs-málið get ég fátt sagt. Þessu var einfaldlega skipað þannig á Alþingi um árið og núverandi kjararáð ákvað sjálft að við skyldum heyra undir það, prestarnir. Út frá þeim ákvörðunum eru laun fríkirkjupresta líka ákveðin og þau laun hafa sjálfsagt víðar viðmiðunargildi. Undir kjaradómi höfum við bæði séð hækkanir og lækkanir eftir árferði og eftir því hvernig semst um í launakjörum annarra. Við deilum einfaldlega kjörum með öðrum í þessu landi og ég er ánægður með það. Ég man þá tíma að við stóðum í kröfugöngum með BHMR og það var líka ágætt og mjög heilsusamlegt.
Kristján Björnsson, 19.12.2008 kl. 16:50
Væntanlega ertu að skrifa þennan langa texta til að fela að þú svarar eiginlega ekkert af því spurningum sem fyrir þig hafa verið lagðar. En ég ætlaði að spyrja svona snöggt:
Geturðu nefnt það hvaða siðuðu þjóðir þetta eru sem skrá trúfélagsaðild hjá ríkinu strax við fæðingu án þess að spyrja foreldrana einu sinni um álit og hvaða ósiðuðu þjóðir gera það ekki?
Ég geri ráð fyrir snöggu svari hjá þér enda væri það frekar vafasamt að fullyrða um svona án þess að hafa kynnt sér málið.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:26
Sæll aftur Kristján.
1. Hvernig veitir skráning barns í trúfélag móður við fæðingu því "vernd gegn ágengum markaðsaðferðum sumra lífsskoðunarhópa"?
2. Hvaða ágengu markaðsaðferðir trúleysingja ertu að tala um?
3. Hvernig tengist afnám sjálfkrafa skráningar því að börnin verði alin upp "án uppeldis í trú eða sið"?
Þú ættir nú að geta séð að flest nýfædd börn verða einhvern tímann 16 ára.
Ég verð líka að forvitnast um þetta. Hvaða þjóðir eru þetta?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.12.2008 kl. 23:28
Ég er mjög ákveðið þeirrar skoðunar að trúfélagsaðild eða staða utan trúfélaga eigi að vera skráð alveg frá fæðingu. Það er hjá flestum siðuðum þjóðum enda er lífsskoðunin hluti af sjálfsmynd mannsins.
Það að „hinir geri það“ eru engin rök.
Að auki hafa Þjóðverjar og Hollendingar sérstaklega forðast það að skrá trúfélagsaðild hjá hinu opinbera, því þau gögn voru notuð til að fanga gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Það er alls ekki endilega „siðmenningarlegt“ að halda svona gögn. Ég efa það líka stórlega að lönd eins og Frakkland og Tékkland skrái trúfélagsaðild, og ég veit að Bandaríkin gera það ekki.
Það örlar hér aðeins á alhæfingu (sem ekki er skrítið í bloggheimi) en börn eru ekki skráð í þjóðkirkjuna sjálfkrafa nema móðirin tilheyri henni.
Börn eru ekki skráð í þjóðkirkjuna sjálfkrafa nema móðirin tilheyri henni. Það er ekkert rangt við þessa staðhæfingu, því sjálfvirk skráning miðast algjörlega við skráningu móður.
Þau fylgja einfaldlega móður í hvaða trúfélagi sem hún kann að vera skráð.
Sem hefur í för með sér að börn eru ekki skráð í þjóðkirkjuna sjálfkrafa nema móðirin tilheyri henni.
Börnum er því ekki kennt sjálfkrafa að trúa á Jesúm Krist, þótt það sé hlutverk kristinna foreldra að kenna það sem Kristur kenndi, samkvæmt skírnarskipun hans. Það er þessi eðlilega kristniboðsskipun sem er frá honum komin.
Það er áhugavert að þú segir þetta, því þetta gerir eiginlega afstöðu þína til sjálfvirkrar skráningar ógilda. Þú treystir því að foreldrar í Þjóðkirkjunni kenni börnum sínum að trúa á Jesú, sjálfvirk skráning er ekki nóg til þess. En hví þá að hafa hana?
Ekkert er heldur til sem heitir ríkisguð eða ríkiskirkja eða ríkisátrúnaður. Það er fólkið sem trúir og hefur þessa skoðun að vera skráð í þjóðkirkjuna upp til hópa eða í annað trúfélag eða utan trúfélaga. Mjög mannlegt.
Þetta er þvaður. Það er ríkisguð, ríkiskirkja og ríkisátrúnaður svo lengi sem það stendur í stjórnarskrá Íslands að það sé hlutverk ríkisins að vernda og halda við hinni Evangelísku Þjóðkirkju. Sjá fleiri ástæður hér.
LegoPanda, 20.12.2008 kl. 15:05
Það er ótrúlegt að lesa þennan pistill þinn og svör þín hr. Kristján. Ég verða mjög dapur að það sé verið að eyða pening úr ríkissjóð á tímum sem þessum í svona rosalega þvælu. Núna þarf Háskóli Íslands líklega að synja mörgum nýnemum um skólavist vegna efnahagsástandsins. Samt spanderar ríkissjóður ennþá í Kirkjuna svo þið getið haldið áfram að ljúga og heilaþvo börnin okkar. Börn þurfa bara óskilyrðislausa ást og umhyggju. Taktu eftir að ég sagði óskilyrðislausa, ekki bæta kvöðum um Krist inn í jöfnunua.
Óttar (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 19:29
Takk fyrir allar þessar rökföstu skoðanir og ólík viðhorf. Því miður hef ég ekki haft tíma til að svara þessu öllu og þá heldur ekki beinum spurningum til mín. En kærar þakkir fyrir að reyna að stíga í þennan dans sem ég bauð víst uppá. Það er ekki af neinni vanvirðingu við skoðanir ykkar sem ég hef ekki gefið mér tíma til svara. Allt hefur sinn tíma, segir Prédikarinn. Læt það duga í bili og bið ykkur að virða það við mig.
Guð gefi ykkur gleðileg jól.
Kristján Björnsson, 20.12.2008 kl. 21:38
Ég bíð spenntur eftir svari þegar þú hefur tíma, líklega eftir allar jólaannirnar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.12.2008 kl. 18:29
Ég sé að þú ert búinn að blogga dáltið. Er farið að hægjast um?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.