10.1.2009 | 23:39
Fjárstreymið stöðvast og blóðið frýs í æðum
Það er ef til vill ekki rétt líking að atvinnulífinu blæði út. Er ekki blóðið hreinlega að storkna eða frjósa í botn í æðum íslensks atvinnulífs. Það versta sem hefur verið að gerast undanfarin misseri er stöðvun fjármagns því peningaflæði er eitt helsta einkenni á eðlilegu markaðskerfi eins og ég lærði mína hagfræði. Ég hef það á tilfinningunni að milljarðar króna séu enn undir koddanum hjá fólki. Við sjáum að svimandi háir stýrivextir Seðlabanka halda uppi háu vaxtastigi viðskiptabankanna og stöðva útlán. Rist hefur verið á framvindu lánakeðja erlendis frá og við höldum enn uppá sömu stjórnun peningastefnunnar og var við líði þegar allt var að stöðvast - sömu stefnu og beitt var þegar stöðva átti bankana í útþennslu sinni. Sama peningastefnan stöðvaði þá vissulega og er nú á góðri leið með að stöðva allt atvinnulífið. Afturhaldsstefnan hins gamla stjórnmálamanns er í sjálfu sér að þykkja blóðið í æðum athafnalífsins og kæfa súrefnisstreymi markaðskerfis sem ætti frekar að skokka um frjálst á þroskabraut sinni í átt til aukinnar hagsældar fyrir alla landsmenn.
Það stefnir í mun harðari lendingu en þarf. Og til að gera það enn dramatískara er líka skrúfað fyrir fjármögnun heilbrigðiskerfisins með þursasleggju Guðlaugs Þórs. Það verður þá enginn heldur til að taka við lífvana blóðstorknum restum Íslendingsins.
Fyrirtæki hanga í snöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Kristján Eyjaklerkur !
Þakka þér; þessa þörfu ádrepu, á skaðræðisöflin, klerkur góður.
Með baráttukveðjum; vísum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.