Ekki meiri þrælar en við viljum vera

Ég tel að við verðum ekki meiri þrælar en við viljum vera. Þetta er táknrænn gjörningur og mjög sterkur. Samt get ég ekki verið sammála því að við séum að gerast þrælar nokkurra aðila, nema við ætlum virkilega að leggjast á strekkingarbekkinn hjá þeim eins og þrælar. Ég er ekki til í þessa píslarvættisvæðingu íslenskrar þjóðar. Þessi þjóð þarf ekki að vera í þrældómi frekar en hún vill, enda tel ég að skuldirnar okkar séu alls ekki óyfirstíganlegar.

Þótt ég skuldi bankanum mínum nokkrar milljónir í íbúðarláni er ég einfaldlega viðskiptamaður bankans. Það er eign á móti og skuldbinding um greiðslu. Sem betur fer höfum við ekki oft þurft að vera viðskiptamenn IMF en við erum einfaldlega í stórum viðskiptum við þá núna. Við erum ekkert fórnarlamb öðrum þjóðum fremur, því kreppan virðist bitna á öllum þjóðum sem á annað borð hafa haft opið fyrir alþjóðleg viðskipti. Efnahagssamdrátturinn er mjög viðtækur en við erum lánsöm að eiga mikinn auð í gæðum landsins og miklum sjávarafla, en ekki síður í miklum og dýrum mannauði mikillar menntunar og vinnusamra handa sjálfstæðra kvenna og karla.


mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Kristján, ég ætlaði að kvitta fyrir mig við greinina "Sjálfsmynd þjóðarinnar svona mikið brotin?" En þú minn kæri bloggvinur ert með það einhvernvegin þannig að ég get ekki gert athugasemd þar við.  En engu að síður er allt í lagi að fara hér inn, ég ætlaði bara að kasta á þig kveðju.

Kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 1.3.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband