Aflétta þarf óréttlætanlegu vaxtaokri ríkisbankanna

Það er alveg ljóst að það er gegn öllu velsæmi að viðhalda því vaxta- og verðbótaokri sem viðgengst í fjármálaheiminum. Þau okurlán sem viðgangast eru gróf trygging lánadrottins gegn vonlausri stöðu þess neytanda sem okrið bitnar á. Í mínum huga og samkvæmt mínu gildismati og mínum takmarkaða biblíuskilningi mælir allt gegn því að þetta okur fái að viðgangast.

Nú þegar ríkisvaldið hefur haft eignarhald á bönkunum síðan í haust er tíminn að renna út hjá þeim sem vilja gera eitthvað í átt til þess að koma á réttlæti í landinu gagnvart lántakandanum. Fram til þessa hefur ekkert ógnað stöðu lánadrottins þannig að hann drottnar núna eins og kúgari á þjóðinni. Meira að segja Biblían okkar leggur blátt bann við okri af þessu tagi svo það er óhætt að segja að þetta sé óguðlegt óréttlæti.

Nú þegar sitjandi ríkisstjórn hefur tryggt sér áframhaldandi völd í landinu yfir öllum hinum gríðarlegu ríkiseignum og áhrifum á fjármálamarkaði sem á sér sennilega engann líkan, er ekki eftir neinu að bíða fyrir Jóhönnu og Steingrím. Hinir nýkjörnu hafa ekki tíma til að fagna sigri því það getur ekki beðið lengur að komið verði á einhverju réttlæti í þessu landi.


mbl.is Vill neyðarlög um íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvern staf hjá þér.

Jóhanna og Steingrímur "görguðu" manna mest um okurvexti þar til fyrir nokkrum mánuðum.

Það er greinilega satt að "völdin" breyta manninum ef hann hefur ekki þann "andlega þroska" sem til þarf. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband