Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
10.10.2008 | 20:42
Blessunaróskir til bankamanna og þakkir
Það líður ekki sá dagpartur að ég hugsi ekki til fólksins sem þjónað hefur okkur í bönkunum og annars staðar í fjármálaheiminum. Það er að lyfta Grettistaki á hverjum degi þessar vikurnar og kemur síðan heim og býr þá við sömu kjör og við hin. Það er ekki annað að sjá en flest allir landsmenn hafi orðið fyrir verulegum áhrifum af sviptingunum í bankaheiminum og viðskiptalífinu almennt.
Þessi brotsjór hefur sannarlega laskað bankaheiminn og þar um borð eru bankastarfsmenn og viðskiptavinir þeirra. Samt eru það bankamenn og fjármálasérfræðingar sem við treystum á að standi sig og leiti úrræða. Og við biðjum bankamenn líka að róa okkur og gæta okkar hagsmuna. Það er eins gott að þau séu vel sjóuð og vel búin. Annar væru þau eins og björgunarsveitarmaður sem kæmi illa klæddur út í ofviðrið. Hann er ekki til margra hluta.
Herra Karl biskup hefur lagt áherslu á boðskapinn um trú, von og kærleika. Í mínum huga gætum við snúið þessu þannig að við þurfum að hafa trú á bata, von um meira ljós og kærleika til náungans til að við komust þangað sem við vonum að við náum.
8.10.2008 | 22:05
Margir þurfa að líða fyrir þetta skipbrot efnishyggjunnar
Það er ekki annað að sjá en menn séu að vinna gríðarlega vinnu til að bjarga því sem bjargað verður í hremmingunni í bankakreppunni. Nú er skynsamlegast að hafa ekki uppi stór orð eða alhæfa of mikið, en við þurfum sannarlega að meta stöðuna sem upp er komin í efnahagslífi þjóðarinnar og umheimsins.
Þetta á eftir að reynast óskapleg áminning um hverfulleikann og hefur áhrif á afkomu og efnahag mjög margra. Hjá mörgum er þetta stór skellur en snertir alla landsmenn. Við þurfum samt að átta okkur á að þetta eru peningar en hremmingarnar varða ekki líf og heilsutjón. Ég finn til þeim sem hafa sett allt sitt traust á eignir eða efnisleg gæði, því hjá þeim er áfallið mjög mikið. Nú er um að gera að halda ró sinni og skerpa á skilningi okkar á raunverulegum undirstöðum í lífinu, þ.e.a.s. í hverju er hald og hvað er öruggt í lífinu. Þetta er mikið skipsbrot fyrir efnishyggjuna, en efnishyggja sem slík hefur verið gríðarlega öflug og áberandi í gildismati fólks. Ekki síst í allri þessari miklu umfjöllun um verðmæti, eignir og umsvif. Það eykur á áfallið hvað þetta virðist hafa skipt fólk miklu og hvað fjármálaumræða hefur verið þessari þjóð hugleikin undanfarin ár.
Það er ekki ólíklegt að fólk eigi eftir leita til kirkjunnar og ýmissa ráðgjafa en það er alveg ljóst að áhyggjur fólks eru margvíslegar. Sumir eru að sjá stórar eignir sínar gufa upp, þessi þróun hefur áhrif á rekstur fyrirtækja og svo eru það þeir sem eru skuldugir. Verðtryggð lán hafa verið að vaxa og alveg sérstaklega lán í erlendri mynt. Ætli það reyni ekki á alla þætti samfélagsins og komi bæði fram strax og seinna hjá nær öllum landsmönnum. Ég tek undir það sem ráðherrar ríkisstjórnar hafa sagt. Mikilvægast af öllu er að standa vörð um fjölskylduna, skuldastöðu heimila og bjarga húsnæði fólksins í landinu. Það þarf að gæta að almenningi, innlánum sem útlánum, og sparnaði fjölskyldufólksins. Og svo þarf að muna það líka að láta þetta ekki þrúga heimilislífið og það þarf að vernda bernskuna fyrir öllum þeim bölmóði sem gæti verið eðlilegur fylgifiskur kreppunnar.
Ég hef sérstakar áhyggjur af bændum vegna skuldsetningar á bújörðum og húsum. Það ætti ekki að vera því við þurfum að leggja áherslu á frumatvinnuveginn í landinu og sjávarútveg. Þar liggja ótrúleg verðmæti sem hafa aukist aftur að vægi fyrir þjóðina í heild.
7.10.2008 | 12:39
Óvissan virðist versti óvinurinn, en fé misjafnlega bundið
Það er ljóst af þessum viðtölum að óvissan fer verst í fólk einsog alltaf, en alveg sértaklega þá sem hafa einmitt verið að tryggja sér öruggari afkomu í framtíðinni. Innlán og útlán eru svolítið annað en verðbréfasjóðir og það væri kostur ef fréttafólk greindi þarna á milli. Í mínum huga hefur alltaf verið erfitt að drífa út fé úr verðbréfasjóðum einn, tveir og þrír. Þeir eru annars eðlis og innistæður í þeim misjafnlega bundnar í venjulegu árferði. Eigum við ekki að minnka tjónið með því að sýna stillingu - og líka fréttafólk!
Það getur leitt til mjög alvarlegrar stöðu í þjóðfélaginu ef grafið er undan tiltrú fólks, því við þrífumst sem samfélag á því að treysta. Ég vil hvetja fólk til að hrapa ekki að niðurstöðu án þess að skoða það vel hvert stefnir í raun og veru. Augnabliks angist er skiljanleg en viðbrögð okkar við ástandinu í fjármálaheiminum geta jafnvel orðið til að auka á vandræðin og tapið.
Vonandi hefur fólk ekki sett of mikið traust á verðbréfin og vonandi hefur enginn talið fé sitt alveg öruggt í slíkum sjóðum eða hlutafé.
Vonandi verður þessi þróun ekki að algjöru skipbroti efnishyggjunnar, því það er nóg að hafa verið minnt óþægilega á það að við eigum ekki að setja traust okkar á efnisleg gæði í heiminum þegar öllu er á botninn hvolft.
Reiðir viðskiptavinir Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 09:37
Og hver hefur eftirlit með FME?
Guð láti gott á vita, en ég fer strax að sakna réttra eigenda Landsbankans, Björgólfs vinar míns og manngæsku hans.
Nú spyr ég hver hefur eftirlit með eftirlitsstofnuninni? Verðum við ekki að flýta okkur aðeins hægar í þessum efnum svo þetta verði ekki eftirlitslaust klúður?
Svo sýnist mér það vera "ömurlega íslenskt" að ætla að taka erlendu íbúðalánin yfir til Íbúðalánasjóðs á genginu sem þau voru tekin á. Það fólk er búið að græða á hagstæðum gengismun þangað til í fyrra, en hækkun þessara lána síðasta hálfa annað árið hefur m.a. haft mikil áhrif á vísitöluna sem hækkar lánin okkar hinna sem eiga þau í krónum. Ef íslensku íbúðalánin verða tekin yfir líka hlýtur lánskjaravísitalan að vera leiðrétt á þeim.
FME stýrir Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2008 | 22:08
Þetta er auðvitað líka alveg rétt, en ...
Hér er frétt úr vísi.is sem var undir fyrirsögninni: Páfinn gagnrýnir fjármálahrunið. Ætli það sé ekki réttara að segja sem svo að hans heilagleiki gagnrýni það á hverju fólkið hafi grundvallað lífsgildi sín. Ég þekki nokkuð marga sem lifa grandvarlega í Guði en hafa líka tekið þátt í viðskiptum og verið virk í fjármálaheiminum. Hvað með hinn trúa og dygga þjón sem ávaxtaði fé húsbónda síns vel?
"Benedikt páfi sextándi segir að fjármálakreppan í heiminum sé til marks um hve eftirsóknin eftir peningum og veraldlegum frama sé lítils virði . Páfi sagði í dag að peningahrunið og gjaldþrot bankanna sýndi að fólk ætti ekki að byggja líf sitt á peningum heldur ætti grundvöllurinn að vera guðs orð. Páfi sagði í ávarpi á fundi biskupa í Vatíkaninu að þeir sem sæktust eftir frama og peningum byggðu hús sín á sandi."
22.9.2008 | 14:44
Hvar eru hin æðri gildi mannsins í öllu þessu fárviðri?
Fjármálafárviðri nær til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2008 | 14:29
Ný prédikun um öldurótið í viðskiptalífinu og hin æðstu gildi
Ég leyfi mér að vekja athygli á nýrri prédikun um þetta efni, út frá guðspjalli Markúsar um æðsta boðorðið, sem ég birti á www.tru.is (postilla) og www.landakirkja.is
Þar byrja ég á tilraun til spámennlegrar prédikunar út frá þróun markaðs og viðskipa undanfarið og siglingu þjóðarskútunnar. Þá koma hugrenningartengslin við þann fjársjóð sem við eigum í æðstu gildum og kærleiksboði Jesú Krists. Dæmi tek ég af söfnun fyrir mænuskaðaða og öðrum alvöru verkefnum í anda hinnar kristnu þjóðar. Svo spyr ég: Hvað hefur þessi þjóð annars fyrir stafni sem nær alltaf virðist vera að tala um efnahagsmál? Ég spyr hvort þessi þjóð geti endalaust sett Drottinn alsherjar út á spássíurnar á fjölmiðlunum landsins? Að lokum beinum við sjónum upp til Guðs. Við lítum hærra og hærra upp til hans og göngum glöð til þeirrar þjónustu að hlaða guðshús á grýttri leið.
20.8.2008 | 15:38
Samkvæmisleikurinn í ár - ekki hægt að lækka :(
Það er til samkvæmisleikur sem ég ætlaði ekki að trúa. Prófið að láta hóp af vinum halda á kústskafti þannig að allir halda aðeins einum fingri undir skaftið til að halda því uppi. Þegar allir eru tilbúnir eru þátttakendur beðnir að láta kústskaftið síga niður án þess að sleppa snertingunni við skaftið. Það reynist vera ómögulegt og skaftið heldur hæð sinni.
Merkilegt að þessi leikur hafi komið mér í hug einmitt núna !!
Eldsneyti lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2008 | 12:14
Kirkjan er hrein og bein í þessari sölu
Kirkjuþing 2007 samþykkti að selja íbúðarhúsnæðið til Prestsbakkasóknar og því kom ekki nein önnur sala til greina. Heimild Kirkjuráðs var bundin við þann vilja Kirkjuþings, sem var skýr. Það á sínar skýringar hvað það hefur tekið langan tíma að ganga endanlega frá sölunni, en það þarf einfaldlega að fá sinn tíma svo öllu réttlæti sé fullnægt, afmörkun lóða húsa, kirkju og garðs o.s.frv.
Það er ekkert nema eðlilegt að Prestsbakkasókn fái aðstöðu í íbúðarhúsinu, sem er aflagt prestsetur. Húsið stendur mjög nálægt kirkjunni og kirkjugarðinum og því er þetta góður kostur sem þjónustuhús og safnaðarheimili. Þar getur söfnuðurinn hist í kirkjukaffi, kórinn haft aðstöðu og annað safnaðarstarf getur farið þar fram líka, s.s. barna og æskulýðstarf og fræðsla. Þá koma þarna snyrtingar og þjónusturými fyrir kirkjugarðinn og prestur og djákni gætu haft þar viðtalsherbergi eða aðstöðu fyrir og eftir helgihald eins og í mörgum öðrum sóknum. Það þykir sjálfsagt í dag.
Í mínum huga er frábært að sjá þetta gerast og sjálfsagt að koma þessari aðstöðu upp vegna grunnþjónustu kirkjunnar á staðnum - þótt söfnuðurinn sé fámennur. Þótt ekki sé margt fólk í sókninni á það líka rétt á grunnþjónustu kirkjunnar og sómasamlegri aðstöðu til safnaðarstarfs, ekki síður en fólk í þéttbýli. Það er mín skoðun á því og það er alls ekki miklu til kostað miðað við þau hunduð milljóna sem fara í byggingu safnaðarheimila í borgum og bæjum.
Prestsekkjan er hreint ekki ekkja eftir síðasta prest og heldur ekki eftir þann sem var þar áður. Það eru liðin meira en tuttugu ár síðan þau sátu staðinn og sr. Yngvi Þ. Árnason lauk sinni prestsþjónustu í ársbyrjun 1987. Það sjá það allir að slíkt getur ekki skapað fólki rétt til búsetu eða eignarhalds á jörðum og húsum sem kirkjan er þinglýstur eigandi að.
Kirkjan tvísaga um sölu á Prestbakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2008 | 08:53
Jarðarför loðnuveiðanna ekki gerð frá Landakirkju
Stór orð féllu á fundi hagsmunaaðila, skipsstjóra og sjávarútvegsráðherra í Vestmannaeyjum í gær. Einari K. Guðfinnsyni, ráðherra var þar líkt við prestinn sem jarðar loðnuveiðar. Af öllu má þó ljóst vera að slík útför verður ekki gerð frá Landakirkju í Eyjum. Og ég efast um að "Sr. Einar Kristinn" eða aðstoðarprestarnir hans á Fiskistofu fái nokkra kirkju til slíkra athafna.
Í Landakirkju er hins vegar talað berum orðum um ástandið út frá því að hinn trúaði maður á von sína alla í Kristi. Á það skal bent að ef Drottinn hefur ekki átt þess kost að svara ákalli okkar um góða loðnuvertíð að þessu sinni, sendir hann okkur örugglega eitthvað annað í staðinn. Við erum heldur ekki búin að gleyma öllum góðum loðnuvertíðum sem við höfum þegið úr hendi hans til þessa.
Þess skal getið að öllum prestum, æðstuprestum og spámönnum í sjávarútvegi og öllu venjulegu fólki líka er boðið að sækja messu næsta sunnudag þar sem aðeins verða sungnir uppörvandi sálmar í bland við hæfilegt spjall um siðferði í sjávarútvegi. Kaffisopi verður eftir messu í Safnaðarheimilinu og næði til að ræða málin.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir