12.7.2008 | 12:12
Hugsað um Ramses - ríkisborgararéttur barnsins?
Mikið hefur verið rætt um Paul Ramses og fjölskyldu hans, Rosmary og barnið þeirra. Varla er til sá flötur sem ekki hefur verið varpað upp í málinu. Meira að segja efasemdir um að hann geti ekki verið í þeirri hættu heima í Kenýja sem hann hefur talað um sjálfur. Það er hins vegar ekki það sem mér er efst í huga eftir alla þessa miklu umfjöllun.
Barnið þeirra Rosmary er miðpunktur hugleiðinga minna að þessu sinni. Væri ekki til mikilla bóta fyrir réttlæti okkar að það barn sem fætt er hér á Íslandi hljóti undantekningarlaust ríkisborgararétt í landinu? Það er regla sem gildir í Bandaríkjunum og sjálfsagt víðar um lönd, ef að er gáð. Hver ætli geti verið meiri Íslendingur en sá sem er fæddur hér á landi? Er hann ekki innfæddur?
Þar fyrir utan eigum við að gæta réttlætis gagnvart útlendingum í landinu. Við höfum sjálf verið útlendingar í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Þetta er fullyrðing sem studd er fyrirmælum Guðs í Biblíunni og við lesum þessi fyrirmæli í ljósi þess að við erum börn Guðs í þessum parti sköpunarverksins, sem hann hefur falið okkur til að gæta.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg samála þér, þeir sem eru fæddir á Íslandi eru ekkert annað en
Íslendingar að mínu mati og þar af leiðandi ætti foreldrar þess barns að fá
sjálfkrafa dvalar og atvinnuleyfi þó ekki væri nema til eins árs til að byrja
með.
Sölvi Breiðfjörð , 13.7.2008 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.