Mannréttindabarátta í háska

Er það ekki orðið alveg ljóst að við eigum ekki að leggja lag okkar við herðnaðarveldin. Valdsúrræði heimsveldanna er allt of háskalegt í höndum manna einsog Gordon Brown. Við erum saklaus börn sem líðum fyrir misbeitingu laganna gegn hryðjuverkjum.

Nú veljum við okkar eigin veg í alþjóðlegum efnum og hættum að styðja beitingu hryðjuverkalaga í hvaða tilvikum sem er. Við skulum skulum rjúfa þennan vítahring ofríkis og fara aldrei aftur á "lista viljugra þjóða." Styðjum frekar mannréttindi.

Vonandi taka stjórnvöld farsælar pólitískar ákvarðanir og afþakka eftirlitsflug Breta hér yfir eins og ráðgert er síðar á þessu ári. Það yrði hlægileg niðurlæging ofan á allt annað.

Hin friðsama þjóð, Ísland, þakkar hins vegar allan almennan velvilja Englendinga þar sem við eigum líka mörg dæmi um allt annað viðhorf, t.d. í Ensku biskupakirkjunni og þeirri lúthersku í Englandi gagnvart söfnuði Íslendinga í London.


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 39691

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband