1.8 milljón Dana í kirkju á jóladag

Það er dágóð kirkjusókn í mínum huga og miðað við þjóðkirkjuna þeirra. Í Danmörku búa núna 5,5 milljónir manna og þar af 8,9% innflytjendur sem margir eru taldir til þjóða sem ekki játa kristna trú.

Það er því ekki rétt í frétt mbl.is að fáir Danir ætli í kirkju um jólin. Ef fréttin frá Berlinske byggir hins vegar á góðum samanburði við fyrri ár er fréttin sú að færri ætla til kirkju en í fyrra. Það er leitt að heyra hjá kristinni þjóð og ætti vissulega að vera áhyggjuefni presta og biskupa þar í landi.

Þess skal getið að kirkjusókn hefur verið góð í Landakirkju í Vestmannaeyjum það sem af er jólahátíð. Nokkur hundruð manns mættu til bænastundar í Kirkjugarði Vestmannaeyja á aðfangadag og kirkjan hefur verið þétt setin við aftansöng á aðfangadag, helgisund á jólanótt og við hátíðarguðsþjónustu á jóladag. Enn eru nokkrar guðsþjónustur eftir í dag og veðrið er það fagurt að börn og fullorðnir ættu að geta komist til kirkju í stórum hópum. Barna- og fjölskylduguðsþjónustan hefst kl. 14 og eru allir velkomnir. 

Vona að allir hafi notið friðar og blessunar á fæðingarhátíð Frelsarans, gleðileg jól.


mbl.is Danir sniðganga kirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 39723

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband