Enginn sparnaður aukinn kostnaður

Hugmyndirnar um þessa sameiningu eru ótrúlega vitlausar. Allir sjá að sameining yfir mikil lönd og sjó fela í sér stóraukinn kostnað og því engann sparnað. Í gegnum tíðna hafa litlu sjúkrahúseiningarnar komið best út í rekstri. Það er skömm að sjá hvernig svona vinnubrögð nísta inn að hjarta okkar sem viljum frekar efla heilbrigðisþjónustu okkar á hverjum stað rétt eins og við hér í Vestmannaeyjum, m.a. með ómældum gjöfum á tækjum og aðstöðu og uppbyggingu þekkingar og færni lækna og hjúkrunarfólks.

Við viljum hafa þjónustuna þar sem fólkið er en ekki neyða fólk til að þjóna stofnuninni af því hún nennir ekki að halda úti fleiri skurðstofum en færri eða ómaka sérfræðinga sína til að ferðast til fólksins þangað sem þeir eru ekki í föstum stöðum. Mest af þessari aðstöðu hefur verið komið upp á stöðunum til að létta af fólki óþarfa ferðalögum í veikindum sínum. 

Það er heimskulegt að ætla að búa til einhverja stóra svífandi yfirstjórn með fólki sem enginn þekkir á götu en þiggur forstjóralaun fyrir ekki neitt einhvers staðar í Grafarvoginum. Eftir sitja undir-yfirmenn sem ráða litlu en vinna alla framkvæmdasýsluna á lægri launum locali.

Guðlaugur Þór segir að öllum steinum verði umturnað, rétt eins og það sé nú heppilegt í heilbrigðiskerfi almennings sem hefur einmitt verið frekar valt á fótunum að undanförnu. Ef umturna á öllum steinum í þessu kerfi væri fróðlegt að byrja á því að sjá réttar tölur yfir kostnaðinn sem hefur hlotist af sameiningu Landsspítala og Borgarspítala á sínum tíma. Komið með það fram í dagsljósið og þá sjá allir að það hefur hvorki haft í för með sér sparnað né hagræðingu.

 


mbl.is Sameining stofnana mætir harðri andstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar hittir þú naglann á höfuðið séra. Eflaust koma landsbyggðarsjúkrahúsin, sérstaklega Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja einmitt mjög vel út kostnaðarlega þar sem nánast allur tækjakostur spítalans er fengin frá góðgerðarstarfsemi og því stærsti kostnaðarþáttur ríkisins fólgin í launa- og lyfjakostnaði ásamt rekstri á húsnæði. Auðvitað er gott að hagræða og taka til í bókhaldi, nýta allt sem hægt er en er ekki spurning að skoða hvar helsti kostnaðurinn liggur og byrja þar. Ekki stokka upp í öllu heilbrigðiskerfinu á þessum erfiðu tímum. Fyrir utan þessa köldu tusku sem verið er að slengja framan í heilbrigðisstarfsfólk um allt land sem nú stendur frammi fyrir miklu starfsóöryggi þar sem enginn virðist geta sagt til um hvaða áhrif þessi uppstokkun mun hafa á störf heilbrigðisstarfsfólks. Þetta er bara hreint út sagt ljótt...  Hildur Sólveig, sjúkraþjálfari

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 39694

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband