Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.10.2008 | 08:09
Hagur allra markaðsþjóðanna að laga stöðu Íslands
Er ekki ljóst að það er öllu samfélagi þjóðanna til góðs að IMF fái að eiga veglega aðkomu að lausn fjármálakreppunnar á Íslandi? Ef við erum það land sem fyrst hefur fallið og verst hefur farið í þessari bankakreppu hljóta ráðamenn í öðrum löndum þróaðra markaða að vera á nálum. Það er mjög trúlega rétt mat að sú mikla aðstoð sem við þurfum ætti að vera stjórnað af Aljóðagjarldeyrissjóðnum með aðkomu Norðmanna, Rússa, Japana og annarra vinveittra ríkja.
Það þarf aðkomu IMF, G7 og bestu grannþjóða líka til að festa gengið á krónunni, en það er forsenda þess að við getum einhvern tíma átt kost á aðild að evru, eða notað gjaldmiðil yfirleitt.
Okkar menn hljóta að sjá það skyldu sína að setja niður þessi gönuhlaup Breta og áhyggjur Hollendinga.
Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 23:13
Andúðin í garð fjármálagoðanna - endurmat á viðskiptalegu siðferði
Það er alveg ljóst að bankahrunið á eftir að verða til að við endurskoðum algjörlega öll viðmið í viðskiptasiðferði og viðhorfi til þeirra sem leitt hafa þróun fjármálaheimsins undanfarin ár. Í raun hefur allt verið leyfilegt um langa hríð til að ná hámarks vexti og árangri í útþennslu. Fáeinir frægir einstaklingar hafa orðið nokkurs konar goðar á þingi auðlegðarinnar. Leiðandi menn í fjármálaheiminum hafa verið í hæstum metum og þeim hefur liðist hvað sem er - nema kannski öfgafyllstu afmælisveislurnar.
Sú reiði sem kraumar undir núna í garð bankanna er sennilega sprottin af niðurbældri andúð gegn þeim sem hafa haft mestu áhrif og völd í viðskiptalífinu, hvort sem það er með réttu eða ekki. Það er nokkurs konar andúð í garð fjármálagoða. Hún getur ekki með réttu beinst gegn almennum bankastarfsmanni. Hún getur ekki beinst gegn peningum eða hlutabréfamarkaði sem slíkum og heldur ekki beinlínis gegn hvers kyns markaðshyggju.
Hin réttláta reiði hlýtur að beinast að því opinbera valdabrölti í átt til stöðugt meiri viðskiptalegra áhrifa hjá okkar litlu þjóð í stórum heimi alþjóðlegra viðskipta. Reiðin er sjálfsagt líka sprottin af særðri réttlætiskennd almennings vegna margra dæma af óheyrilegri misskiptingu launa. Á það hefur verið bent að mánaðarlaun fáeinna hafa verið á við mörg árslaun almennings.
Nú er líka að koma í ljós að það stenst ekki nein siðferðileg viðmið að hafa ætlað að ávaxta eftirlaunasjóði landsmanna nema að litlu marki með hlutabréfum og kaupum í verðbréfasjóðum. Hér gæti einnig verið eðlileg ástæða fyrir reiði sem enn á eftir að koma fram.
Í botni þessara hugleiðinga hlýtur að koma hvatning til endurmats. Það heitir á biblíulegu máli iðrun og afturhvarf. Ástandið er svo altækt í íslensku þjóðlífi (og reyndar um allan heim) að þessi iðrun og þetta afturhvarf í siðferðilegum efnum þarf að ná til allrar þjóðarinnar en ekki bara þeirra stjórnenda og leiðtoga sem athyglin beinist að núna í þessum hremmingum. Það er þörf á almennu endurmati á því viðskiptasiðferði sem við höfum látið viðgangast lengi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2008 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 20:42
Blessunaróskir til bankamanna og þakkir
Það líður ekki sá dagpartur að ég hugsi ekki til fólksins sem þjónað hefur okkur í bönkunum og annars staðar í fjármálaheiminum. Það er að lyfta Grettistaki á hverjum degi þessar vikurnar og kemur síðan heim og býr þá við sömu kjör og við hin. Það er ekki annað að sjá en flest allir landsmenn hafi orðið fyrir verulegum áhrifum af sviptingunum í bankaheiminum og viðskiptalífinu almennt.
Þessi brotsjór hefur sannarlega laskað bankaheiminn og þar um borð eru bankastarfsmenn og viðskiptavinir þeirra. Samt eru það bankamenn og fjármálasérfræðingar sem við treystum á að standi sig og leiti úrræða. Og við biðjum bankamenn líka að róa okkur og gæta okkar hagsmuna. Það er eins gott að þau séu vel sjóuð og vel búin. Annar væru þau eins og björgunarsveitarmaður sem kæmi illa klæddur út í ofviðrið. Hann er ekki til margra hluta.
Herra Karl biskup hefur lagt áherslu á boðskapinn um trú, von og kærleika. Í mínum huga gætum við snúið þessu þannig að við þurfum að hafa trú á bata, von um meira ljós og kærleika til náungans til að við komust þangað sem við vonum að við náum.
9.10.2008 | 06:58
Gat ekki farið öðruvísi eftir forsetaviðtalið við Davíð
Ég fékk hroll þegar ég heyrði yfirlýsingagleði Davíðs Oddssonar í Kastljóssþættinum. Nú hefur framganga hans náð nýjum hæðum í "ég vissi það allan tíman" hugsunargangi. Traustasti bankinn okkar gat ekki einu sinni haldið velli í þessum ólgusjó með slík vinnubrögð. Fór virkilega enginn að ræða við Englendinga? Hvað er þetta með samskiptin við önnur lönd? Það virðast allt of margir lifa í sápukúlu í þessum háu embættum fyrst svona gat farið fyrir banka með allt í skilum.
Bankastarfsmenn, þið eigið þakkir skilið fyrir baráttuna en enginn má við mörgum ómögulegum aðstæðum. Nú held ég að við þurfum öll að biðja Guð að blessa bestasta landið okkar Ísland.
Tek undir tillögu Samfylkingarmanna um mannaskipti í bankastjórn Seðlabankans.
FME yfirtekur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2008 | 22:05
Margir þurfa að líða fyrir þetta skipbrot efnishyggjunnar
Það er ekki annað að sjá en menn séu að vinna gríðarlega vinnu til að bjarga því sem bjargað verður í hremmingunni í bankakreppunni. Nú er skynsamlegast að hafa ekki uppi stór orð eða alhæfa of mikið, en við þurfum sannarlega að meta stöðuna sem upp er komin í efnahagslífi þjóðarinnar og umheimsins.
Þetta á eftir að reynast óskapleg áminning um hverfulleikann og hefur áhrif á afkomu og efnahag mjög margra. Hjá mörgum er þetta stór skellur en snertir alla landsmenn. Við þurfum samt að átta okkur á að þetta eru peningar en hremmingarnar varða ekki líf og heilsutjón. Ég finn til þeim sem hafa sett allt sitt traust á eignir eða efnisleg gæði, því hjá þeim er áfallið mjög mikið. Nú er um að gera að halda ró sinni og skerpa á skilningi okkar á raunverulegum undirstöðum í lífinu, þ.e.a.s. í hverju er hald og hvað er öruggt í lífinu. Þetta er mikið skipsbrot fyrir efnishyggjuna, en efnishyggja sem slík hefur verið gríðarlega öflug og áberandi í gildismati fólks. Ekki síst í allri þessari miklu umfjöllun um verðmæti, eignir og umsvif. Það eykur á áfallið hvað þetta virðist hafa skipt fólk miklu og hvað fjármálaumræða hefur verið þessari þjóð hugleikin undanfarin ár.
Það er ekki ólíklegt að fólk eigi eftir leita til kirkjunnar og ýmissa ráðgjafa en það er alveg ljóst að áhyggjur fólks eru margvíslegar. Sumir eru að sjá stórar eignir sínar gufa upp, þessi þróun hefur áhrif á rekstur fyrirtækja og svo eru það þeir sem eru skuldugir. Verðtryggð lán hafa verið að vaxa og alveg sérstaklega lán í erlendri mynt. Ætli það reyni ekki á alla þætti samfélagsins og komi bæði fram strax og seinna hjá nær öllum landsmönnum. Ég tek undir það sem ráðherrar ríkisstjórnar hafa sagt. Mikilvægast af öllu er að standa vörð um fjölskylduna, skuldastöðu heimila og bjarga húsnæði fólksins í landinu. Það þarf að gæta að almenningi, innlánum sem útlánum, og sparnaði fjölskyldufólksins. Og svo þarf að muna það líka að láta þetta ekki þrúga heimilislífið og það þarf að vernda bernskuna fyrir öllum þeim bölmóði sem gæti verið eðlilegur fylgifiskur kreppunnar.
Ég hef sérstakar áhyggjur af bændum vegna skuldsetningar á bújörðum og húsum. Það ætti ekki að vera því við þurfum að leggja áherslu á frumatvinnuveginn í landinu og sjávarútveg. Þar liggja ótrúleg verðmæti sem hafa aukist aftur að vægi fyrir þjóðina í heild.
7.10.2008 | 12:39
Óvissan virðist versti óvinurinn, en fé misjafnlega bundið
Það er ljóst af þessum viðtölum að óvissan fer verst í fólk einsog alltaf, en alveg sértaklega þá sem hafa einmitt verið að tryggja sér öruggari afkomu í framtíðinni. Innlán og útlán eru svolítið annað en verðbréfasjóðir og það væri kostur ef fréttafólk greindi þarna á milli. Í mínum huga hefur alltaf verið erfitt að drífa út fé úr verðbréfasjóðum einn, tveir og þrír. Þeir eru annars eðlis og innistæður í þeim misjafnlega bundnar í venjulegu árferði. Eigum við ekki að minnka tjónið með því að sýna stillingu - og líka fréttafólk!
Það getur leitt til mjög alvarlegrar stöðu í þjóðfélaginu ef grafið er undan tiltrú fólks, því við þrífumst sem samfélag á því að treysta. Ég vil hvetja fólk til að hrapa ekki að niðurstöðu án þess að skoða það vel hvert stefnir í raun og veru. Augnabliks angist er skiljanleg en viðbrögð okkar við ástandinu í fjármálaheiminum geta jafnvel orðið til að auka á vandræðin og tapið.
Vonandi hefur fólk ekki sett of mikið traust á verðbréfin og vonandi hefur enginn talið fé sitt alveg öruggt í slíkum sjóðum eða hlutafé.
Vonandi verður þessi þróun ekki að algjöru skipbroti efnishyggjunnar, því það er nóg að hafa verið minnt óþægilega á það að við eigum ekki að setja traust okkar á efnisleg gæði í heiminum þegar öllu er á botninn hvolft.
Reiðir viðskiptavinir Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 09:37
Og hver hefur eftirlit með FME?
Guð láti gott á vita, en ég fer strax að sakna réttra eigenda Landsbankans, Björgólfs vinar míns og manngæsku hans.
Nú spyr ég hver hefur eftirlit með eftirlitsstofnuninni? Verðum við ekki að flýta okkur aðeins hægar í þessum efnum svo þetta verði ekki eftirlitslaust klúður?
Svo sýnist mér það vera "ömurlega íslenskt" að ætla að taka erlendu íbúðalánin yfir til Íbúðalánasjóðs á genginu sem þau voru tekin á. Það fólk er búið að græða á hagstæðum gengismun þangað til í fyrra, en hækkun þessara lána síðasta hálfa annað árið hefur m.a. haft mikil áhrif á vísitöluna sem hækkar lánin okkar hinna sem eiga þau í krónum. Ef íslensku íbúðalánin verða tekin yfir líka hlýtur lánskjaravísitalan að vera leiðrétt á þeim.
FME stýrir Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2008 | 22:08
Þetta er auðvitað líka alveg rétt, en ...
Hér er frétt úr vísi.is sem var undir fyrirsögninni: Páfinn gagnrýnir fjármálahrunið. Ætli það sé ekki réttara að segja sem svo að hans heilagleiki gagnrýni það á hverju fólkið hafi grundvallað lífsgildi sín. Ég þekki nokkuð marga sem lifa grandvarlega í Guði en hafa líka tekið þátt í viðskiptum og verið virk í fjármálaheiminum. Hvað með hinn trúa og dygga þjón sem ávaxtaði fé húsbónda síns vel?
"Benedikt páfi sextándi segir að fjármálakreppan í heiminum sé til marks um hve eftirsóknin eftir peningum og veraldlegum frama sé lítils virði . Páfi sagði í dag að peningahrunið og gjaldþrot bankanna sýndi að fólk ætti ekki að byggja líf sitt á peningum heldur ætti grundvöllurinn að vera guðs orð. Páfi sagði í ávarpi á fundi biskupa í Vatíkaninu að þeir sem sæktust eftir frama og peningum byggðu hús sín á sandi."
6.10.2008 | 19:10
Geir H. Haarde sterkur leiðtogi á ögurstund
Framganga og röggsemi Geirs H. Haarde ber vott um ábyrgð og umhyggju fyrir almenningi í landinu á einhverjum mestu krepputímum í fjármálaheiminum. Meðan áherslan er öll á innlán og útlán einstaklinga og fyrirtækja og íbúðarlánin í landinu er full ástæða til að hvetja fólk til að flykkjast um þessi úræði. Tíðindi dagsins eru alvarleg en við eigum að sýna samstöðu og æðruleysi þegar mikið reynir á. Það koma síðar tímar þegar hægt verður að þrefa um keisarans skegg. Eru ekki Íslendingar alltaf bestir þegar mest á reynir. Það hef ég reynt í gegnum tíðina og í öllum áföllum og vona að fólk muni almennt eftir því úr hverju við erum gerð.
Og svo niður með stýrivexti og verðbólguna í samstilltu átaki Evrópuþjóðanna allra!!
Skuldir bankanna þjóðinni ofviða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 13:36
Þá verður grátur og gnístran tanna - prédikun á líðandi stund
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar