Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.9.2008 | 17:32
Aðgerðir vegna Glitnis hafa mikil áhrif mjög víða - allt hverfullt
Telur Stoðir ekki fara í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2008 | 11:51
Enginn öfundsverður að taka við þessu búi
Ætli staðan sé ekki sú að Bandaríkin þurfa meir á reyndum vinnuhestum að halda en popúlistum, en sá reyndi er því miður tjóðraður við G.W. Bush. Þetta virðist hálfgerð klemma og því eru kjósendur ef til vill verst settir af öllum. Það er á þeim sem allt brennur hvort sem er vegna húsnæðiskreppunnar og mannfórna í stríðsrekstri herraþjóðarinnar svo eitthvað sé nefnt.
Það virðist sem Obama hafi einmitt fallið á því sem helst var talið verða fótakefli hans fyrir kappræðunnar. Hann hafði betur í samanburði á aldri, mælsku og reynslu af kappræðum síðustu mánaða og meira að segja hæð! En það sem var honum óhagfellt voru miklar væntingar sem til hans voru gerðar umfram væntingarnar til McCain.
Frammistaða Obama varð ekki framar vonum. Ugglaust verður því áfram jafnt á með þeim allt til kosningaúrslita, nema eitthvað mikið breytist. Það gæti t.d. verið ef Obama skiptir út Baiden og fær Hillary Clinton upp að hliðinni á sér með alla sína tiltrú, kraft og sannfæringu. Mikið myndi það hressa upp á þessa baráttu og horfa til heilla fyrir þetta stóra land og miklu þjóð.
Efnahagsmálin efst á baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 14:44
Hvar eru hin æðri gildi mannsins í öllu þessu fárviðri?
Fjármálafárviðri nær til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2008 | 14:29
Ný prédikun um öldurótið í viðskiptalífinu og hin æðstu gildi
Ég leyfi mér að vekja athygli á nýrri prédikun um þetta efni, út frá guðspjalli Markúsar um æðsta boðorðið, sem ég birti á www.tru.is (postilla) og www.landakirkja.is
Þar byrja ég á tilraun til spámennlegrar prédikunar út frá þróun markaðs og viðskipa undanfarið og siglingu þjóðarskútunnar. Þá koma hugrenningartengslin við þann fjársjóð sem við eigum í æðstu gildum og kærleiksboði Jesú Krists. Dæmi tek ég af söfnun fyrir mænuskaðaða og öðrum alvöru verkefnum í anda hinnar kristnu þjóðar. Svo spyr ég: Hvað hefur þessi þjóð annars fyrir stafni sem nær alltaf virðist vera að tala um efnahagsmál? Ég spyr hvort þessi þjóð geti endalaust sett Drottinn alsherjar út á spássíurnar á fjölmiðlunum landsins? Að lokum beinum við sjónum upp til Guðs. Við lítum hærra og hærra upp til hans og göngum glöð til þeirrar þjónustu að hlaða guðshús á grýttri leið.
12.7.2008 | 12:12
Hugsað um Ramses - ríkisborgararéttur barnsins?
Mikið hefur verið rætt um Paul Ramses og fjölskyldu hans, Rosmary og barnið þeirra. Varla er til sá flötur sem ekki hefur verið varpað upp í málinu. Meira að segja efasemdir um að hann geti ekki verið í þeirri hættu heima í Kenýja sem hann hefur talað um sjálfur. Það er hins vegar ekki það sem mér er efst í huga eftir alla þessa miklu umfjöllun.
Barnið þeirra Rosmary er miðpunktur hugleiðinga minna að þessu sinni. Væri ekki til mikilla bóta fyrir réttlæti okkar að það barn sem fætt er hér á Íslandi hljóti undantekningarlaust ríkisborgararétt í landinu? Það er regla sem gildir í Bandaríkjunum og sjálfsagt víðar um lönd, ef að er gáð. Hver ætli geti verið meiri Íslendingur en sá sem er fæddur hér á landi? Er hann ekki innfæddur?
Þar fyrir utan eigum við að gæta réttlætis gagnvart útlendingum í landinu. Við höfum sjálf verið útlendingar í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Þetta er fullyrðing sem studd er fyrirmælum Guðs í Biblíunni og við lesum þessi fyrirmæli í ljósi þess að við erum börn Guðs í þessum parti sköpunarverksins, sem hann hefur falið okkur til að gæta.
2.7.2008 | 17:32
Rannsóknarréttur 24 Stunda
Í sólinni í Eyjum fékk ég undarlega dimmt símtal frá blaðakonu 24 Stunda sem krafði mig svara á kaldhæðnislegan hátt varðandi staðfesta samvist. Hún vildi fá já eða nei við því hverju ég svaraði pari sem kæmi að biðja mig um að staðfesta samvist í dag.
Ekki fékk ég mikla möguleika á að kanna hvers konar skoðanakönnun þetta var, en fljótlega heyrði ég að hér var ekki fagmennska í gangi. Hún vildi ekkert viðtal heldur já eða nei og það yrði birtur nafnalisti allra presta Þjóðkirkjunnar. Birtur yrði listi eftir svörum þessara presta. Ekkert hvort allir forstöðumenn trúfélaga yrðu spurðir. Sennilega bara Þjóðkirkjuprestarnir svo fríkirkjupresturinn í Reykjavík geti sagt eitthvað lúalegt um móðurkirkju sína Þjóðkirkjuna í glansandi viðtali.
Svarið við trukkalegri spurningu rétttar-blaðamannsins gat ekki verið efnislegt. Til að þurfa ekki að neita að svara - og gjalda þannig líku líkt - sagði ég sem rétt er að ég hafi ekki þurft að taka þessa ákvörðun ennþá. Ég eigi því einfaldlega eftir að ákveða það. "Þú ert þá óákveðinn," sagði hún. Þar sem ég fékk ekki að vita hvaða flokkar væru aðrir í boði en "já", "nei" eða "óákveðinn", sagði ég henni að hafa þetta eins og hún vildi. Eitt er víst að hún vildi ekkert viðtal.
Eftir þessa snöggsoðnu yfirheyrslu fékk ég það sterklega á tilfinninguna að búið væri að endurvekja rannsóknarréttinn og aðferðir miðaldamanna núna í blaðamennsku okkar tíma. Sviðsetning rannsóknarréttarins í auglýsingum Jóns Gnarr var þá ekki bara brandari. Fyrirbærið er orðið að praktical brandara í vinnubrögðum og hugsanagangi þessara blaðamanna og fréttastjóra.
Hvað sem líður þessum vinnubrögðum þeirra á 24 Stundum óska ég samkynhneigðum af heilum hug til hamingju með þau skil að geta leitað til fleirri vígslumanna en áður. Það hlýtur að vera léttir fyrir þau pör sem vilja leita til presta eða annarra trúarleiðtoga. Bið ég alla sem um það fjalla að gæta að málefnalegri umfjöllun. Eitt af því er athugun á greinagerð með þessum nýju lögum, þar sem skilyrt er að skoðanafrelsi þeirra sem eru vígslumenn að hjúskaparlögum og hafa nú þessa heimild, samkvæmt lögum um staðfesta samvist, verði virt. Það er mikilvæg forsenda fyrir þeirri sátt sem náðist t.d. innan Þjóðkirkjunnar um að mæla með þessari réttarbót í lögum um staðfesta samvist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.6.2008 | 21:14
Dagur eiginkonu, dætra og dótturdóttur
30.5.2008 | 22:22
Sjómenn! Til hamingju með daginn!
Þeir sækja sjóinn og eiga heiður skilinn, en segja má að það sé lágmark að halda sjómannadag hátíðlegan einu sinni á ári. Við ættum að hefja hinn forna sjómannadag í janúar aftur upp til virðingar og muna það alla hina daga ársins hvað sjómenn leggja til samfélagins með því að draga stöðugt björg í bú við stöðugt flóknari aðstæður í atvinnulega séð. Til hamingju íslenskir sjómenn. Sjáumst niðri við höfnina, í dagskránni allri og svo í kirkjunni á sunnudag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2008 | 12:14
Kirkjan er hrein og bein í þessari sölu
Kirkjuþing 2007 samþykkti að selja íbúðarhúsnæðið til Prestsbakkasóknar og því kom ekki nein önnur sala til greina. Heimild Kirkjuráðs var bundin við þann vilja Kirkjuþings, sem var skýr. Það á sínar skýringar hvað það hefur tekið langan tíma að ganga endanlega frá sölunni, en það þarf einfaldlega að fá sinn tíma svo öllu réttlæti sé fullnægt, afmörkun lóða húsa, kirkju og garðs o.s.frv.
Það er ekkert nema eðlilegt að Prestsbakkasókn fái aðstöðu í íbúðarhúsinu, sem er aflagt prestsetur. Húsið stendur mjög nálægt kirkjunni og kirkjugarðinum og því er þetta góður kostur sem þjónustuhús og safnaðarheimili. Þar getur söfnuðurinn hist í kirkjukaffi, kórinn haft aðstöðu og annað safnaðarstarf getur farið þar fram líka, s.s. barna og æskulýðstarf og fræðsla. Þá koma þarna snyrtingar og þjónusturými fyrir kirkjugarðinn og prestur og djákni gætu haft þar viðtalsherbergi eða aðstöðu fyrir og eftir helgihald eins og í mörgum öðrum sóknum. Það þykir sjálfsagt í dag.
Í mínum huga er frábært að sjá þetta gerast og sjálfsagt að koma þessari aðstöðu upp vegna grunnþjónustu kirkjunnar á staðnum - þótt söfnuðurinn sé fámennur. Þótt ekki sé margt fólk í sókninni á það líka rétt á grunnþjónustu kirkjunnar og sómasamlegri aðstöðu til safnaðarstarfs, ekki síður en fólk í þéttbýli. Það er mín skoðun á því og það er alls ekki miklu til kostað miðað við þau hunduð milljóna sem fara í byggingu safnaðarheimila í borgum og bæjum.
Prestsekkjan er hreint ekki ekkja eftir síðasta prest og heldur ekki eftir þann sem var þar áður. Það eru liðin meira en tuttugu ár síðan þau sátu staðinn og sr. Yngvi Þ. Árnason lauk sinni prestsþjónustu í ársbyrjun 1987. Það sjá það allir að slíkt getur ekki skapað fólki rétt til búsetu eða eignarhalds á jörðum og húsum sem kirkjan er þinglýstur eigandi að.
Kirkjan tvísaga um sölu á Prestbakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2008 | 23:35
Fagnaðarefni fyrir vini mína á Faxa
Falleg loðna í þéttum torfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar